Fleiri fréttir Verðbólgan étur upp launahækkanirnar Kaupmáttur hefur dregist saman tvo mánuði í röð, en ef engar launahækkanir koma til munu verðlagshækkanir áfram rýra kjör almennings. Forseti ASÍ segir ekki hægt að draga launahækkanir lengur. 24.4.2011 18:30 Icesave úrskurður á miðvikudag Héraðsdómur Reykjavíkur mun á næsta miðvikudag kveða upp úrskurð í máli fjölmargra kröfuhafa gamla Landsbankans um Icesave innistæðurnar. Ágreiningurinn lýtur að því hvort eðlilegt hafi verið að verki staðið hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbankans þegar Icesave innistæðurnar voru flokkaðar sem forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans. 24.4.2011 14:34 Geta mögulega krafist skaðabóta vegna ólöglegra samninga Eigendur fyrirtækja sem hafa farið í þrot vegna ólögmætra fjármögnunar-eigusamninga geta mögulega farið í skaðabótamál við lánafyrirtækin. Þetta segir lögmaður þrotabús Kraftvélaleigunnar sem varð gjaldþrota í fyrra. 23.4.2011 19:20 Kaupmáttur lækkaði í mars Kaupmáttur launa lækkaði í mars um 0,6%, samkvæmt tölum Alþýðusambands Íslands. Ástæðan er sú að undanfarið hefur hækkun matar- og bensínverðs kynt undir verðbólgu og þar með minnkað kaupmáttinn. Á ársgrundvelli hefur kaupmátturinn hins vegar aukist um 2,1%. 23.4.2011 17:30 ÍAV náði 9 milljarða samningi í Noregi Íslenskir aðalverktakar og Marti munu í næstu viku skrifa undir samning um gerð járnbrautaganga við Holmestrand í Noregi. Holmestrand er við Oslóarfjörðinn vestanverðan um 80 kílómetrum suður af Osló. Þetta er fyrsta verkefni sem Íslenskir aðalverktakar vinna í Noregi, að sögn Karls Þráinssonar aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. 23.4.2011 12:53 Skattar draga úr eftirspurn Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem úrlausn í opinberum fjármálum segir formaður félags atvinnurekenda. Yfir áttatíu prósent fyrirtækja segja auknar skattahækkanir hafa neikvæð áhrif á eftirspurn. Jóhanna Margrét Gísladóttir. Í könnun sem félag atvinnurekenda gerði meðal félagsmanna sinna fyrr á árinu kemur fram að 83 prósent félagsmanna segja auknar skattaálögur hafa neikvæð áhrif á eftirspurn á þeim markaði sem fyrirtæki þeirra starfar á. Þá hafa yfir fimmtíu prósent fyrirtækja gripið til hagræðingaraðgerða beinlínis vegna aukinna skattaálagna. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir könnunina vera athyglisverð skilaboð til stjórnvalda í því árferði sem við búum við núna. „Ef að menn ná ekki hér upp eftirspurn sem smitar þá inn í það að kaupgeta almennings fer að aukast og kaupgeta fyrirtækja og þar af leiðandi skapast störf, þá þýðir það að vítahringurinn heldur áfram og við munum horfa upp á atvinnuleysi svipað og verið hefur samaborið við það að geta komið hjólum atvinnulífsins af stað" segir Almar Hann segir hagræðingar hjá hinu opinbera hafa gengið vel hingað til og hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þeirri leið. Efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé erfitt um þessar mundir og framtíðarsýnin lítil. „Sem betur fer hafa mörg fyrirtæki verið endurskipulögð og eru svona smátt og smátt að komast á ról, en það þarf auðvitað meiri vöxt og hann gerist auðvitað í kringum það að umhverfið sé hóflegt varðandi skattastig og einnig þannig sköpum við kaupmátt og getum farið að skapa störfin, sem er það sem að flestir vilja" Hann segir skilaboð félagsmanna hans vera skýr. „Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem einhverja úrlausn opinberum fjármálum" segir Almar að lokum. 22.4.2011 19:11 Koma hefði mátt í veg fyrir gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja Lánafyrirtæki eru farin að viðurkenna ólögmæti fleiri gengistryggðra lánasamninga en Hæstiréttur hefur úrskurðað um. Koma hefði mátt í veg fyrir gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja ef lánafyrirtækin hefðu tekið mið af eldri dómum Hæstaréttar. Í vikunni úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru gerðir fyrir hrun til að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum. Lánafyrirtækin hafa jafnan stuðst við fimm lánasamningsform. Kaupleigusamninga, bílasamninga, fjármögnunarleigusamninga, einkaleigusamninga og rekstrarleigusamninga. Kaupleigu og bílasamningar voru dæmdir ólögmætir í fyrra. "Í kjölfar þeirra dóma brugðust fyrirtækin þannig við að þau töldu hin þrjú formin, sem eru fjármögnunarleiga, einkaleiga og rekstrarleiga vera lögmæt og annars eðlis," segir Árni Helgason héraðsdómslögmaður og lögmaður lántakanda hjá SP-fjármögnun. Nú hafa fjármögnunarleigusamningar verið dæmdir ólögmætir en dómstólar hafa ekki tekið afstöðu til einkaleigu og rekstrarleigusamninga. Þó eru dæmi um að lánafyrirtækin telji önnur gengistryggð lánaform ólögmæt þótt dómar hafi ekki fallið í þeim efnum. Skjólstæðingur Árna Helgasonar lögmanns var með einkaleigusamning hjá Sp fjármögnun. "Sp-fjármögnun féllst á það að einkaleigusamningar væru þess eðlis að það bæri að endurreikna þá eins og aðra samninga sem hafa verið dæmdi ólögmætir. Þetta var ákveðin breyting frá því sem þeir höfðu sagt áður. Það munaði töluverðu fyrir fólk sem er búið að greiða af þessu í nokkur ár," segir Árni og bætir við að treglega hafi gengið að fá bankana til að viðurkenna og endurreikna þessi lán. Hann segir að hefðu lánafyrirtækin tekið samstundis mið af dómum Hæstaréttar frá því í fyrra hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir fjölmörg gjaldþrot hjá einstaklingum og fyrirtækjum. "Það er auðvitað orðið mál sem þarf að skoða líka, hvernig á að fara með fyrirtæki sem hafa verið í fjárhagslegri spennitreyju og óvissu hjá bönkunum í tvö og hálft ár, þegar í ljós kemur að þessi lán voru allan tímann ólögmæt," segir Árni. 22.4.2011 18:43 Peningamál Seðlabankans: Lítið dregur úr atvinnuleysi á næstu mánuðum Seðlabankinn gerir ráð fyrir að lítið dragi úr atvinnuleysi á næstu mánuðum því enn séu fleiri fyrirtæki að segja upp fólki en ráða fólk. Spá Seðlabankans um atvinnuhorfur er þó bjartsýnni en nýleg spá forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank. 22.4.2011 12:07 Minni sala á mjólkurafurðum Sala á mjólkurvörum í mars var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Ekki var aukning á sölu í neinum vöruflokki í mánuðinum. Þetta kemur fram í yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Sölusamdráttur á próteingrunni var 9,11% en 7,69% á fitugrunni. Framleiðslan í ár var sömuleiðis töluvert minni en í fyrra og munar þar um 2.51% milli ára. Alls hafa kúabú landsins nú framleitt 31,0 milljónir lítra mjólkur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en í fyrra var framleiðslan á sama tíma 31,8 milljónir lítra. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 22.4.2011 09:56 Árni Páll: Verður ekki var við kúgunartilburði vegna Icesave Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gærkvöldi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs með neikvæðum horfum. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hálfan sigur unninn. 21.4.2011 12:15 Beðið eftir Standard & Poor's Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gærkvöldi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Horfur fyrir lánshæfismatið eru áfram neikvæðar. 21.4.2011 09:46 Moody´s með óbreytt lánshæfismat Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunn langtímaskuldbindinga ríkissjóðs í innlendri og erlendri mynt er Baa3 og lánshæfiseinkunn skammtímaskuldbindinga ríkissjóðs í innlendri og erlendri eru P-3. Horfur eru áfram neikvæðar. 20.4.2011 20:13 Seðlabankastjóri: Vonum það besta og búum okkur undir það versta Seðlabankinn spáir nú minni hagvexti á næstu tveimur árum og meiri óvissu en fyrri spár bankans gerðu ráð fyrir. 20.4.2011 18:45 Tap á rekstri Húsasmiðjunnar en batnandi afkoma Nokkur viðsnúningur varð í rekstri Húsasmiðjunnar á árinu 2010 en bókfært tap félagsins var 144 milljónir króna í stað 815 milljóna króna taps árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 333,5 milljónum króna. Heildareignir Húsasmiðjunnar í árslok 2010 námu 5,4 milljörðum króna og eigið fé var ríflega 1,4 milljarður króna,“ segir ennfremur. 20.4.2011 16:27 Andvaraleysi ríkisstjórnarinnar veldur FÍB áhyggjum Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart verðhækkunum á bifreiðaeldsneyti veldur Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þungum áhyggjum. 20.4.2011 15:36 Dómurinn ógnar ekki fjármálastöðugleika Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavikur um fjármögnunarleigusamningana hefur ekki neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi. 20.4.2011 11:50 Telur líkur á að Helguvík frestist um óákveðinn tíma Seðlabankinn telur nú líkur á að framkvæmdir við álver í Helguvík muni frestast um óákveðinn tíma. Í nýútkomnum Peningamálum er sett fram frávikspá um efnahagsþróunin með þetta í huga. 20.4.2011 11:23 Segir Sigurjón hafa lagst gegn bankasameiningum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lagðist gegn sameiningu bankans við tvo banka. Þetta kemur fram í færslu á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar. Um var að ræða annars vegar sænska bankann Carnegie og hins vegar Straum. Björgólfur bendir á þetta með vísan til þess að bankastjórar Landsbankans hafi tekið ákvarðanir með hagsmuni Landsbankans í huga en ekki til þess að þóknast hluthöfum bankans. 20.4.2011 11:13 Atvinnuleiðin strandar á ríkisstjórninni Nú hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að hugsa sinn gang varðandi atvinnuleiðina, þriggja ára kjarasamning sem byggir á auknum fjárfestingum til þess að koma Íslandi út úr kreppunni. Þegar horfið var frá verki sl. föstudagskvöld var ljóst að hvorki var unnt að ná samstöðu um atvinnuleiðina né samkomulagi til skamms tíma. Atvinnuleiðin strandar á ríkisstjórninni segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðara nýs fréttabréfs SA sem kemur út í dag. 20.4.2011 10:28 Ráðleggur fólki að hætta að borga Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu. 20.4.2011 09:48 Seðlabankinn dregur töluvert út hagvaxtarspá sinni Seðlabankinn hefur dregið töluvert úr spá sinni um hagvöxt á árinu. Nú telur bankinn að hagvöxturinn verði um 2,3% en í spá sinni í febrúar s.l. taldi bankinn að hann yrði 2,8% á árinu. 20.4.2011 09:32 Atvinnuleysi mest í yngsta aldurshópnum Atvinnulausum fjölgaði um 200 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Að meðaltali voru 13.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,8% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðuni þessa árs. Atvinnuleysi mældist 9,9% hjá körlum og 5,5% hjá konum. 20.4.2011 09:09 Kaupmáttur lækkar milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í mars síðastliðnum er 106,4 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,1%. 20.4.2011 09:08 Leiðrétting hækkar byggingavísitöluna um 4,1% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2011 er 106,7 stig sem er hækkun um 4,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2011. 20.4.2011 09:05 Peningastefnunefnd heldur stýrivöxtum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. 20.4.2011 08:59 Íbúðaverð í Reykjavík hækkar áfram Íbúðaverð í Reykjavík heldur áfram að hækka. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 309,2 stig í mars síðastliðnum og hækkar um 0,4% frá fyrri mánuði. 20.4.2011 07:16 Nýju bankarnir voru eina raunhæfa leiðin Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. 20.4.2011 07:00 Inspired by Iceland í flokki með risum „Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. 20.4.2011 06:00 Markaðsstjóri farinn frá N1 Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri olíuverslunarinnar N1 hætti störfum fyrir um mánuði. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið að öðru leyti en því að hann hefði sagt upp. Uppsögnin kemur nokkuð á óvart innan auglýsingageirans enda Gunnlaugur með reyndari mönnum. Hann var á árum áður einn af eigendum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Gott fólk og er sagður hafa skilað því að N1 hlaut markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, fyrir tveimur árum. 20.4.2011 04:00 Vill brjóta upp bankana Bandarískir banka ættu að fara að hætti breskra og skilja áhættusaman rekstur frá annarri starfsemi að mati Sheilu Bair, stjórnarformanns bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar. 20.4.2011 03:30 Heildarskuldir Reykjanesbæjar 43 milljarðar Heildarskuldir Reykjanesbæjar eru 43 milljarðar en bæjarsjóðurinn skilaði 639,7 milljón kr. rekstrarhagnaði árið 2010, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í bæjarstjórn nú áðan og Víkurfréttir greindu frá. 19.4.2011 20:18 Íslandsbanki áfrýjar gengisúrskurðinum Íslandsbanki ætlar að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag um ólögmæti fjármögnunarleigusamninga. Niðurstaða Héraðsdóms var að samningurinn væri í íslenskum krónum en ekki í erlendum myntum sem aðilar höfðu samið um. 19.4.2011 17:20 Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun. 19.4.2011 16:24 Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu. 19.4.2011 16:03 Fortíð Björgólfsfeðga rifjuð upp í Rússlandi Rússneska blaðið Moscow News gerir fortíð Björgólfsfeðga í rússneskum viðskiptaheimi að umtalsefni í blaðinu í dag vegna neitunar íslensku þjóðarinnar á Icesave. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir skrif blaðsins vera slúður og dylgjur. 19.4.2011 16:00 IFS greining spáir 2,7% verðbólgu í apríl Verðbólguspá IFS greiningar fyrir apríl hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,7%. Til samanburðar var hækkun vísitölunnar 0,25% (3% á ársgrundvelli) í apríl 2010. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 2,7% og verður þar með komin aftur yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. 19.4.2011 10:29 Aflaverðmætið nam 9 milljörðum í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9 milljörðum króna í janúar 2011 samanborið við 8,3 milljarða í janúar 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 669 milljónir eða 8% á milli ára. 19.4.2011 09:06 New York Times: Leið Íslands gáfuleg Bandaríska stórblaðið New York Times segir að sú leið sem Ísland hafi fetað í kreppunni líti æ gáfulegar út. 19.4.2011 07:51 Kaup lífeyrissjóða í HS Orku vekja athygli Væntanleg kaup lífeyrissjóðanna á hlut í HS Orku af Magma Energy hafa vakið athygli erlendis. 19.4.2011 07:49 Reiknar með að verðbólgan mælist 2,9% í apríl Greining Arion banka reiknar með því að verðbólgan í apríl aukist frá því að vera 2,3% í mars og í 2,9% í þessum mánuði. Það eru einkum hækkandi eldsneytisverð og flugfargjöld sem eru helstu verðbólguhvatarnir í apríl. 19.4.2011 07:27 KS skilaði 2,4 milljarða hagnaði í fyrra Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um rúma 2,4 milljarða króna á síðasta ári en velta kaupfélagsins fór úr 21,8 milljarði í 25,7 milljarða króna. 19.4.2011 07:21 Óvissa eftir Icesave-kosningu Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja. 19.4.2011 05:00 Lífeyrissjóðirnir fjárfesta hugsanlega í HS-Orku Ef áreiðanleikakönnun lífeyrissjóðanna á HS-Orku leiðir í ljós að vænlegt sé að fjárfesta í fyrirtækinu, munu sjóðirnir kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tæpa þrettán milljarða króna. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í næsta mánuði. 18.4.2011 19:03 Seðlabankinn tjáir sig ekki um AGS fundinn Ákvörðun Seðlabanka Ísland um stýrivexti verður tilkynnt næstkomandi miðvikudag. Bankastjóri og seðlabankastjóri munu ekki tjá sig við fjölmiðla þangað til, hvorki um niðurstöðu fundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina né um önnur mál, samkvæmt upplýsingum úr bankanum. 18.4.2011 15:34 Ræðismaður Íslands verður flugstjóri í fyrsta flugi Delta Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines milli Kennedyflugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar verður þann 1. júní. Vélin lendir í Keflavík að morgni 2. júní, en flogið verður fimm daga vikunnar milli áfangastaðanna fram á haust. „Með tilkomu Delta á íslenska flugmarkaðinn geta íslenskir farþegar félagsins náð víðtækum tengiflugum frá Keflavíkurflugvelli með einum farseðli og auðveldað sér þannig ferðalög með Delta innan Bandaríkjanna og um allan heim," segir Bob Hannah, svæðisstjóri markaðsmála Delta í Evrópu. „Það sem meira er er að með tilkomu Delta opnast ný tækifæri fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja og skoða Ísland," segir Hannah. Flugstjóri í fyrsta flugi Delta til Íslands verður John S. Magnusson, sem er fæddur á Íslandi og lærði flug á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði flugnám hjá flugskólanum Flugtaki og fékk einkaflugmannsskírteini árið 1976. Hann hefur verið flugmaður hjá Delta í 34 ár, þar af flugstjóri í 13 ár. John er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann er jafnframt ræðismaður Íslands í Minnesota. Nánari upplýsingar um Delta má finna á vefjunum delta.com og klm.is þar sem einnig er hægt að bóka flugfar. 18.4.2011 15:26 Sjá næstu 50 fréttir
Verðbólgan étur upp launahækkanirnar Kaupmáttur hefur dregist saman tvo mánuði í röð, en ef engar launahækkanir koma til munu verðlagshækkanir áfram rýra kjör almennings. Forseti ASÍ segir ekki hægt að draga launahækkanir lengur. 24.4.2011 18:30
Icesave úrskurður á miðvikudag Héraðsdómur Reykjavíkur mun á næsta miðvikudag kveða upp úrskurð í máli fjölmargra kröfuhafa gamla Landsbankans um Icesave innistæðurnar. Ágreiningurinn lýtur að því hvort eðlilegt hafi verið að verki staðið hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbankans þegar Icesave innistæðurnar voru flokkaðar sem forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans. 24.4.2011 14:34
Geta mögulega krafist skaðabóta vegna ólöglegra samninga Eigendur fyrirtækja sem hafa farið í þrot vegna ólögmætra fjármögnunar-eigusamninga geta mögulega farið í skaðabótamál við lánafyrirtækin. Þetta segir lögmaður þrotabús Kraftvélaleigunnar sem varð gjaldþrota í fyrra. 23.4.2011 19:20
Kaupmáttur lækkaði í mars Kaupmáttur launa lækkaði í mars um 0,6%, samkvæmt tölum Alþýðusambands Íslands. Ástæðan er sú að undanfarið hefur hækkun matar- og bensínverðs kynt undir verðbólgu og þar með minnkað kaupmáttinn. Á ársgrundvelli hefur kaupmátturinn hins vegar aukist um 2,1%. 23.4.2011 17:30
ÍAV náði 9 milljarða samningi í Noregi Íslenskir aðalverktakar og Marti munu í næstu viku skrifa undir samning um gerð járnbrautaganga við Holmestrand í Noregi. Holmestrand er við Oslóarfjörðinn vestanverðan um 80 kílómetrum suður af Osló. Þetta er fyrsta verkefni sem Íslenskir aðalverktakar vinna í Noregi, að sögn Karls Þráinssonar aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. 23.4.2011 12:53
Skattar draga úr eftirspurn Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem úrlausn í opinberum fjármálum segir formaður félags atvinnurekenda. Yfir áttatíu prósent fyrirtækja segja auknar skattahækkanir hafa neikvæð áhrif á eftirspurn. Jóhanna Margrét Gísladóttir. Í könnun sem félag atvinnurekenda gerði meðal félagsmanna sinna fyrr á árinu kemur fram að 83 prósent félagsmanna segja auknar skattaálögur hafa neikvæð áhrif á eftirspurn á þeim markaði sem fyrirtæki þeirra starfar á. Þá hafa yfir fimmtíu prósent fyrirtækja gripið til hagræðingaraðgerða beinlínis vegna aukinna skattaálagna. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir könnunina vera athyglisverð skilaboð til stjórnvalda í því árferði sem við búum við núna. „Ef að menn ná ekki hér upp eftirspurn sem smitar þá inn í það að kaupgeta almennings fer að aukast og kaupgeta fyrirtækja og þar af leiðandi skapast störf, þá þýðir það að vítahringurinn heldur áfram og við munum horfa upp á atvinnuleysi svipað og verið hefur samaborið við það að geta komið hjólum atvinnulífsins af stað" segir Almar Hann segir hagræðingar hjá hinu opinbera hafa gengið vel hingað til og hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þeirri leið. Efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé erfitt um þessar mundir og framtíðarsýnin lítil. „Sem betur fer hafa mörg fyrirtæki verið endurskipulögð og eru svona smátt og smátt að komast á ról, en það þarf auðvitað meiri vöxt og hann gerist auðvitað í kringum það að umhverfið sé hóflegt varðandi skattastig og einnig þannig sköpum við kaupmátt og getum farið að skapa störfin, sem er það sem að flestir vilja" Hann segir skilaboð félagsmanna hans vera skýr. „Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem einhverja úrlausn opinberum fjármálum" segir Almar að lokum. 22.4.2011 19:11
Koma hefði mátt í veg fyrir gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja Lánafyrirtæki eru farin að viðurkenna ólögmæti fleiri gengistryggðra lánasamninga en Hæstiréttur hefur úrskurðað um. Koma hefði mátt í veg fyrir gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja ef lánafyrirtækin hefðu tekið mið af eldri dómum Hæstaréttar. Í vikunni úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru gerðir fyrir hrun til að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum. Lánafyrirtækin hafa jafnan stuðst við fimm lánasamningsform. Kaupleigusamninga, bílasamninga, fjármögnunarleigusamninga, einkaleigusamninga og rekstrarleigusamninga. Kaupleigu og bílasamningar voru dæmdir ólögmætir í fyrra. "Í kjölfar þeirra dóma brugðust fyrirtækin þannig við að þau töldu hin þrjú formin, sem eru fjármögnunarleiga, einkaleiga og rekstrarleiga vera lögmæt og annars eðlis," segir Árni Helgason héraðsdómslögmaður og lögmaður lántakanda hjá SP-fjármögnun. Nú hafa fjármögnunarleigusamningar verið dæmdir ólögmætir en dómstólar hafa ekki tekið afstöðu til einkaleigu og rekstrarleigusamninga. Þó eru dæmi um að lánafyrirtækin telji önnur gengistryggð lánaform ólögmæt þótt dómar hafi ekki fallið í þeim efnum. Skjólstæðingur Árna Helgasonar lögmanns var með einkaleigusamning hjá Sp fjármögnun. "Sp-fjármögnun féllst á það að einkaleigusamningar væru þess eðlis að það bæri að endurreikna þá eins og aðra samninga sem hafa verið dæmdi ólögmætir. Þetta var ákveðin breyting frá því sem þeir höfðu sagt áður. Það munaði töluverðu fyrir fólk sem er búið að greiða af þessu í nokkur ár," segir Árni og bætir við að treglega hafi gengið að fá bankana til að viðurkenna og endurreikna þessi lán. Hann segir að hefðu lánafyrirtækin tekið samstundis mið af dómum Hæstaréttar frá því í fyrra hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir fjölmörg gjaldþrot hjá einstaklingum og fyrirtækjum. "Það er auðvitað orðið mál sem þarf að skoða líka, hvernig á að fara með fyrirtæki sem hafa verið í fjárhagslegri spennitreyju og óvissu hjá bönkunum í tvö og hálft ár, þegar í ljós kemur að þessi lán voru allan tímann ólögmæt," segir Árni. 22.4.2011 18:43
Peningamál Seðlabankans: Lítið dregur úr atvinnuleysi á næstu mánuðum Seðlabankinn gerir ráð fyrir að lítið dragi úr atvinnuleysi á næstu mánuðum því enn séu fleiri fyrirtæki að segja upp fólki en ráða fólk. Spá Seðlabankans um atvinnuhorfur er þó bjartsýnni en nýleg spá forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank. 22.4.2011 12:07
Minni sala á mjólkurafurðum Sala á mjólkurvörum í mars var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Ekki var aukning á sölu í neinum vöruflokki í mánuðinum. Þetta kemur fram í yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Sölusamdráttur á próteingrunni var 9,11% en 7,69% á fitugrunni. Framleiðslan í ár var sömuleiðis töluvert minni en í fyrra og munar þar um 2.51% milli ára. Alls hafa kúabú landsins nú framleitt 31,0 milljónir lítra mjólkur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en í fyrra var framleiðslan á sama tíma 31,8 milljónir lítra. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 22.4.2011 09:56
Árni Páll: Verður ekki var við kúgunartilburði vegna Icesave Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gærkvöldi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs með neikvæðum horfum. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hálfan sigur unninn. 21.4.2011 12:15
Beðið eftir Standard & Poor's Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gærkvöldi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Horfur fyrir lánshæfismatið eru áfram neikvæðar. 21.4.2011 09:46
Moody´s með óbreytt lánshæfismat Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunn langtímaskuldbindinga ríkissjóðs í innlendri og erlendri mynt er Baa3 og lánshæfiseinkunn skammtímaskuldbindinga ríkissjóðs í innlendri og erlendri eru P-3. Horfur eru áfram neikvæðar. 20.4.2011 20:13
Seðlabankastjóri: Vonum það besta og búum okkur undir það versta Seðlabankinn spáir nú minni hagvexti á næstu tveimur árum og meiri óvissu en fyrri spár bankans gerðu ráð fyrir. 20.4.2011 18:45
Tap á rekstri Húsasmiðjunnar en batnandi afkoma Nokkur viðsnúningur varð í rekstri Húsasmiðjunnar á árinu 2010 en bókfært tap félagsins var 144 milljónir króna í stað 815 milljóna króna taps árið á undan að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 333,5 milljónum króna. Heildareignir Húsasmiðjunnar í árslok 2010 námu 5,4 milljörðum króna og eigið fé var ríflega 1,4 milljarður króna,“ segir ennfremur. 20.4.2011 16:27
Andvaraleysi ríkisstjórnarinnar veldur FÍB áhyggjum Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart verðhækkunum á bifreiðaeldsneyti veldur Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þungum áhyggjum. 20.4.2011 15:36
Dómurinn ógnar ekki fjármálastöðugleika Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavikur um fjármögnunarleigusamningana hefur ekki neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi. 20.4.2011 11:50
Telur líkur á að Helguvík frestist um óákveðinn tíma Seðlabankinn telur nú líkur á að framkvæmdir við álver í Helguvík muni frestast um óákveðinn tíma. Í nýútkomnum Peningamálum er sett fram frávikspá um efnahagsþróunin með þetta í huga. 20.4.2011 11:23
Segir Sigurjón hafa lagst gegn bankasameiningum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lagðist gegn sameiningu bankans við tvo banka. Þetta kemur fram í færslu á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar. Um var að ræða annars vegar sænska bankann Carnegie og hins vegar Straum. Björgólfur bendir á þetta með vísan til þess að bankastjórar Landsbankans hafi tekið ákvarðanir með hagsmuni Landsbankans í huga en ekki til þess að þóknast hluthöfum bankans. 20.4.2011 11:13
Atvinnuleiðin strandar á ríkisstjórninni Nú hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að hugsa sinn gang varðandi atvinnuleiðina, þriggja ára kjarasamning sem byggir á auknum fjárfestingum til þess að koma Íslandi út úr kreppunni. Þegar horfið var frá verki sl. föstudagskvöld var ljóst að hvorki var unnt að ná samstöðu um atvinnuleiðina né samkomulagi til skamms tíma. Atvinnuleiðin strandar á ríkisstjórninni segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, m.a. í leiðara nýs fréttabréfs SA sem kemur út í dag. 20.4.2011 10:28
Ráðleggur fólki að hætta að borga Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu. 20.4.2011 09:48
Seðlabankinn dregur töluvert út hagvaxtarspá sinni Seðlabankinn hefur dregið töluvert úr spá sinni um hagvöxt á árinu. Nú telur bankinn að hagvöxturinn verði um 2,3% en í spá sinni í febrúar s.l. taldi bankinn að hann yrði 2,8% á árinu. 20.4.2011 09:32
Atvinnuleysi mest í yngsta aldurshópnum Atvinnulausum fjölgaði um 200 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Að meðaltali voru 13.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,8% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðuni þessa árs. Atvinnuleysi mældist 9,9% hjá körlum og 5,5% hjá konum. 20.4.2011 09:09
Kaupmáttur lækkar milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í mars síðastliðnum er 106,4 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,1%. 20.4.2011 09:08
Leiðrétting hækkar byggingavísitöluna um 4,1% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2011 er 106,7 stig sem er hækkun um 4,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2011. 20.4.2011 09:05
Peningastefnunefnd heldur stýrivöxtum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir 5,25%. 20.4.2011 08:59
Íbúðaverð í Reykjavík hækkar áfram Íbúðaverð í Reykjavík heldur áfram að hækka. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 309,2 stig í mars síðastliðnum og hækkar um 0,4% frá fyrri mánuði. 20.4.2011 07:16
Nýju bankarnir voru eina raunhæfa leiðin Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. 20.4.2011 07:00
Inspired by Iceland í flokki með risum „Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. 20.4.2011 06:00
Markaðsstjóri farinn frá N1 Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri olíuverslunarinnar N1 hætti störfum fyrir um mánuði. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið að öðru leyti en því að hann hefði sagt upp. Uppsögnin kemur nokkuð á óvart innan auglýsingageirans enda Gunnlaugur með reyndari mönnum. Hann var á árum áður einn af eigendum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Gott fólk og er sagður hafa skilað því að N1 hlaut markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, fyrir tveimur árum. 20.4.2011 04:00
Vill brjóta upp bankana Bandarískir banka ættu að fara að hætti breskra og skilja áhættusaman rekstur frá annarri starfsemi að mati Sheilu Bair, stjórnarformanns bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar. 20.4.2011 03:30
Heildarskuldir Reykjanesbæjar 43 milljarðar Heildarskuldir Reykjanesbæjar eru 43 milljarðar en bæjarsjóðurinn skilaði 639,7 milljón kr. rekstrarhagnaði árið 2010, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í bæjarstjórn nú áðan og Víkurfréttir greindu frá. 19.4.2011 20:18
Íslandsbanki áfrýjar gengisúrskurðinum Íslandsbanki ætlar að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag um ólögmæti fjármögnunarleigusamninga. Niðurstaða Héraðsdóms var að samningurinn væri í íslenskum krónum en ekki í erlendum myntum sem aðilar höfðu samið um. 19.4.2011 17:20
Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun. 19.4.2011 16:24
Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu. 19.4.2011 16:03
Fortíð Björgólfsfeðga rifjuð upp í Rússlandi Rússneska blaðið Moscow News gerir fortíð Björgólfsfeðga í rússneskum viðskiptaheimi að umtalsefni í blaðinu í dag vegna neitunar íslensku þjóðarinnar á Icesave. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir skrif blaðsins vera slúður og dylgjur. 19.4.2011 16:00
IFS greining spáir 2,7% verðbólgu í apríl Verðbólguspá IFS greiningar fyrir apríl hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,7%. Til samanburðar var hækkun vísitölunnar 0,25% (3% á ársgrundvelli) í apríl 2010. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 2,7% og verður þar með komin aftur yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. 19.4.2011 10:29
Aflaverðmætið nam 9 milljörðum í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9 milljörðum króna í janúar 2011 samanborið við 8,3 milljarða í janúar 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 669 milljónir eða 8% á milli ára. 19.4.2011 09:06
New York Times: Leið Íslands gáfuleg Bandaríska stórblaðið New York Times segir að sú leið sem Ísland hafi fetað í kreppunni líti æ gáfulegar út. 19.4.2011 07:51
Kaup lífeyrissjóða í HS Orku vekja athygli Væntanleg kaup lífeyrissjóðanna á hlut í HS Orku af Magma Energy hafa vakið athygli erlendis. 19.4.2011 07:49
Reiknar með að verðbólgan mælist 2,9% í apríl Greining Arion banka reiknar með því að verðbólgan í apríl aukist frá því að vera 2,3% í mars og í 2,9% í þessum mánuði. Það eru einkum hækkandi eldsneytisverð og flugfargjöld sem eru helstu verðbólguhvatarnir í apríl. 19.4.2011 07:27
KS skilaði 2,4 milljarða hagnaði í fyrra Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um rúma 2,4 milljarða króna á síðasta ári en velta kaupfélagsins fór úr 21,8 milljarði í 25,7 milljarða króna. 19.4.2011 07:21
Óvissa eftir Icesave-kosningu Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja. 19.4.2011 05:00
Lífeyrissjóðirnir fjárfesta hugsanlega í HS-Orku Ef áreiðanleikakönnun lífeyrissjóðanna á HS-Orku leiðir í ljós að vænlegt sé að fjárfesta í fyrirtækinu, munu sjóðirnir kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tæpa þrettán milljarða króna. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í næsta mánuði. 18.4.2011 19:03
Seðlabankinn tjáir sig ekki um AGS fundinn Ákvörðun Seðlabanka Ísland um stýrivexti verður tilkynnt næstkomandi miðvikudag. Bankastjóri og seðlabankastjóri munu ekki tjá sig við fjölmiðla þangað til, hvorki um niðurstöðu fundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina né um önnur mál, samkvæmt upplýsingum úr bankanum. 18.4.2011 15:34
Ræðismaður Íslands verður flugstjóri í fyrsta flugi Delta Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines milli Kennedyflugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar verður þann 1. júní. Vélin lendir í Keflavík að morgni 2. júní, en flogið verður fimm daga vikunnar milli áfangastaðanna fram á haust. „Með tilkomu Delta á íslenska flugmarkaðinn geta íslenskir farþegar félagsins náð víðtækum tengiflugum frá Keflavíkurflugvelli með einum farseðli og auðveldað sér þannig ferðalög með Delta innan Bandaríkjanna og um allan heim," segir Bob Hannah, svæðisstjóri markaðsmála Delta í Evrópu. „Það sem meira er er að með tilkomu Delta opnast ný tækifæri fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja og skoða Ísland," segir Hannah. Flugstjóri í fyrsta flugi Delta til Íslands verður John S. Magnusson, sem er fæddur á Íslandi og lærði flug á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði flugnám hjá flugskólanum Flugtaki og fékk einkaflugmannsskírteini árið 1976. Hann hefur verið flugmaður hjá Delta í 34 ár, þar af flugstjóri í 13 ár. John er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann er jafnframt ræðismaður Íslands í Minnesota. Nánari upplýsingar um Delta má finna á vefjunum delta.com og klm.is þar sem einnig er hægt að bóka flugfar. 18.4.2011 15:26