Viðskipti innlent

KS skilaði 2,4 milljarða hagnaði í fyrra

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um rúma 2,4 milljarða króna á síðasta ári en velta kaupfélagsins fór úr 21,8 milljarði í 25,7 milljarða króna.

Greint er frá þessu á vefsíðunni feykir.is en aðalfundur kaupfélagsins var haldinn um síðustu helgi. Fram kom á fundinum að áhersla hafi verið lögð á það síðasta árið að lækka skuldir og lækkuðu þær um 5 milljarða á árinu. Meðalfjöldi starfsmanna var 727 á síðasta ári.

Fram kom á fundinum að sú óvissa sem uppi er um framtíðarfyrirkomulag sjávarútvegs á Íslandi virkar verulega neikvætt á starfsemi félagsins og hamlar allri þróun hjá sjávarútvegshluta félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×