Viðskipti innlent

Geta mögulega krafist skaðabóta vegna ólöglegra samninga

Helga Arnardóttir skrifar
Eigendur fyrirtækja sem hafa farið í þrot vegna ólögmætra fjármögnunar-eigusamninga geta mögulega farið í skaðabótamál við lánafyrirtækin. Þetta segir lögmaður þrotabús Kraftvélaleigunnar sem varð gjaldþrota í fyrra.

Kraftvélaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra. Fyrirtækið hafði gert þó nokkra fjármögnunarleigusamninga við Íslandsbanka og Lýsingu fyrir hrun. Í vikunni úrskurðaði Héraðsdómur í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar að slíkir samningar væru ólögmætir.

Ólafur Kjartansson, lögmaður þrotabús Kraftvélaleigunnar, bendir á að greiðslur af lánum vegna þessa samninga hafi hækkað gríðarlega, farið úr 370 þúsund í 730, á einu ári.

Ólafur segir að þeir séu helsta ástæðan fyrir gjaldþroti Kraftvélaleigunnar. Auk þess dró verulega úr öllum byggingaframkvæmdum eftir hrun. Ólafur segir að skoða verði hvort fyrirtækin sem fóru í þrot eigi skaðabótakröfu á hendur lánastofnunum, ef gjaldþrotið megi rekja til þessara fjármögnunarleigusamninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×