Viðskipti innlent

Ræðismaður Íslands verður flugstjóri í fyrsta flugi Delta

Úr vél Delta
Úr vél Delta
Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines milli Kennedyflugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar verður þann 1. júní.

Vélin lendir í Keflavík að morgni 2. júní, en flogið verður fimm daga vikunnar milli áfangastaðanna fram á haust.

„Með tilkomu Delta á íslenska flugmarkaðinn geta íslenskir farþegar félagsins náð víðtækum tengiflugum frá Keflavíkurflugvelli með einum farseðli og auðveldað sér þannig ferðalög með Delta innan Bandaríkjanna og um allan heim," segir Bob Hannah, svæðisstjóri markaðsmála Delta í Evrópu.

„Það sem meira er er að með tilkomu Delta opnast ný tækifæri fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja og skoða Ísland," segir Hannah.

Flugstjóri í fyrsta flugi Delta til Íslands verður John S. Magnusson, sem er fæddur á Íslandi og lærði flug á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði flugnám hjá flugskólanum Flugtaki og fékk einkaflugmannsskírteini árið 1976. Hann hefur verið flugmaður hjá Delta í 34 ár, þar af flugstjóri í 13 ár. John er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann er jafnframt ræðismaður Íslands í Minnesota.

Nánari upplýsingar um Delta má finna á vefjunum delta.com  og klm.com þar sem einnig er hægt að bóka flugfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×