Viðskipti innlent

Markaðsstjóri farinn frá N1

Hermann Guðmundsson, forstjóri olíuverslunar N1, tók við markaðsverðlaunum ÍMARK árið 2009.
Hermann Guðmundsson, forstjóri olíuverslunar N1, tók við markaðsverðlaunum ÍMARK árið 2009.
Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri olíuverslunarinnar N1 hætti störfum fyrir um mánuði. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið að öðru leyti en því að hann hefði sagt upp.

Uppsögnin kemur nokkuð á óvart innan auglýsingageirans enda Gunnlaugur með reyndari mönnum. Hann var á árum áður einn af eigendum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Gott fólk og er sagður hafa skilað því að N1 hlaut markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, fyrir tveimur árum.

Ekki náðist í Hermann Guðmundsson þegar eftir því var leitað í gær. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn verið ráðinn í stað Gunnlaugs en Katrín Guðjónsdóttir, hægri hönd hans, hefur verið gerð að deildarstjóra markaðsdeildar. Í kringum næstu áramót mun skoðað hvort nýr markaðsstjóri verði ráðinn. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×