Viðskipti innlent

Reiknar með að verðbólgan mælist 2,9% í apríl

Greining Arion banka reiknar með því að verðbólgan í apríl aukist frá því að vera 2,3% í mars og í 2,9% í þessum mánuði. Það eru einkum hækkandi eldsneytisverð og flugfargjöld sem eru helstu verðbólguhvatarnir í apríl.

Það er mat greiningarinnar að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í apríl en ákvörðun nefndarinnar verður kynnt á morgun, miðvikudag.

Greiningin segir ljóst að niðurstaða Icesave og sú óvissa sem fylgt hefur í kjölfarið dragi úr vilja Seðlabankans til að hreyfa við vöxtum. Óvissan sé m.a. í tengslum við lánshæfi ríkisins, pólitíska landslagið, aðgangi að erlendu fjármagni, afnámi gjaldeyrishafta og óleystar kjaraviðræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×