Seðlabankinn dregur töluvert út hagvaxtarspá sinni 20. apríl 2011 09:32 Seðlabankinn hefur dregið töluvert úr spá sinni um hagvöxt á árinu. Nú telur bankinn að hagvöxturinn verði um 2,3% en í spá sinni í febrúar s.l. taldi bankinn að hann yrði 2,8% á árinu. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í morgun samhliða vaxtaákvörðuninni. Þar segir að útlit er fyrir að samdráttur landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í byrjun febrúar eða 3,1% í stað 2,7%. Hann er þó í áætlun Seðlabankans minni en bráðabirgðatölur Hagstofunnar gefa til kynna, en samkvæmt þeim nam samdrátturinn 3,5%. Áfram er talið að landsframleiðslan hafi byrjað að aukast á ný milli ársfjórðunga um mitt ár í fyrra. Spá Seðlabankans frá því í febrúar gerði ráð fyrir að batinn yrði nokkuð brokkgengur og að tímabundið bakslag yrði í ársfjórðungsvexti landsframleiðslunnar á fyrri hluta þessa árs. Nú virðist hins vegar sem bakslagið hafi verið heldur fyrr á ferðinni og komið á síðasta fjórðungi síðasta árs. Skýrist það að mestu af kröftugri innflutningi en áður var spáð. Útlit er fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði um 2,3%, sem er nokkru minna en spáð var í febrúar. Jafnframt er gert ráð fyrir minni hagvexti á næstu tveimur árum eða rétt undir 3% á ári í stað rúmlega 3%. Bætast þessar verri horfur við að nú er talið að samdráttur síðasta árs hafi verið meiri. Það að vöxtur innlendrar eftirspurnar beinist meira að innflutningi en áður var gert ráð fyrir skýrir lakari hagvöxt á þessu ári þrátt fyrir meiri vöxt þjóðarútgjalda og útflutnings. Eins og í fyrri spám Seðlabankans er gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar á næstu árum en að framlag utanríkisviðskipta verði neikvætt. Þegar landsframleiðslan náði lágmarki um mitt síðasta ár hafði hún dregist saman um 11½% frá því að hún náði hámarki í aðdraganda fjármálakreppunnar en nú er hún talin tæplega 11% lægri. Hafa verður þó í huga að í aðdraganda kreppunnar var landsframleiðslan orðin töluvert umfram það sem talist getur sjálfbært. Miðað við horfur um hagvöxt næstu tveggja ára er talið að þessi tapaða framleiðsla verði að fullu endurheimt í lok spátímans, um mitt ár 2014. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Seðlabankinn hefur dregið töluvert úr spá sinni um hagvöxt á árinu. Nú telur bankinn að hagvöxturinn verði um 2,3% en í spá sinni í febrúar s.l. taldi bankinn að hann yrði 2,8% á árinu. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í morgun samhliða vaxtaákvörðuninni. Þar segir að útlit er fyrir að samdráttur landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í byrjun febrúar eða 3,1% í stað 2,7%. Hann er þó í áætlun Seðlabankans minni en bráðabirgðatölur Hagstofunnar gefa til kynna, en samkvæmt þeim nam samdrátturinn 3,5%. Áfram er talið að landsframleiðslan hafi byrjað að aukast á ný milli ársfjórðunga um mitt ár í fyrra. Spá Seðlabankans frá því í febrúar gerði ráð fyrir að batinn yrði nokkuð brokkgengur og að tímabundið bakslag yrði í ársfjórðungsvexti landsframleiðslunnar á fyrri hluta þessa árs. Nú virðist hins vegar sem bakslagið hafi verið heldur fyrr á ferðinni og komið á síðasta fjórðungi síðasta árs. Skýrist það að mestu af kröftugri innflutningi en áður var spáð. Útlit er fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði um 2,3%, sem er nokkru minna en spáð var í febrúar. Jafnframt er gert ráð fyrir minni hagvexti á næstu tveimur árum eða rétt undir 3% á ári í stað rúmlega 3%. Bætast þessar verri horfur við að nú er talið að samdráttur síðasta árs hafi verið meiri. Það að vöxtur innlendrar eftirspurnar beinist meira að innflutningi en áður var gert ráð fyrir skýrir lakari hagvöxt á þessu ári þrátt fyrir meiri vöxt þjóðarútgjalda og útflutnings. Eins og í fyrri spám Seðlabankans er gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar á næstu árum en að framlag utanríkisviðskipta verði neikvætt. Þegar landsframleiðslan náði lágmarki um mitt síðasta ár hafði hún dregist saman um 11½% frá því að hún náði hámarki í aðdraganda fjármálakreppunnar en nú er hún talin tæplega 11% lægri. Hafa verður þó í huga að í aðdraganda kreppunnar var landsframleiðslan orðin töluvert umfram það sem talist getur sjálfbært. Miðað við horfur um hagvöxt næstu tveggja ára er talið að þessi tapaða framleiðsla verði að fullu endurheimt í lok spátímans, um mitt ár 2014.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun