Viðskipti innlent

Ráðleggur fólki að hætta að borga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Hugi Bjarnason ráðleggur fólki að hætta að greiða af fjármögnunarleigusamningunum.
Einar Hugi Bjarnason ráðleggur fólki að hætta að greiða af fjármögnunarleigusamningunum.
Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu.

„Það er náttúrlega kominn þessi dómur núna sem staðfestir það að þetta eru ólögmætir lánssamningar. Og það auðvitað liggur þá fyrir út frá því að það hefur verið um ofgreiðslur að ræða í langan tíma. Þannig að það er ástæðulaust að greiða áfram af samningunum á meðan ekki er leyst úr þessu endanlega,“ segir Einar Hugi, lögmaður hjá ERGO lögmönnum. 

Einar Hugi segir að þar sem Íslandsbanki hafi ákveðið að áfrýja úrskurðinum í gær til Hæstaréttar megi búast við því að ekki verði brugðist við honum fyrr en að dómur Hæstaréttar er genginn í málinu. „Það verða engir endurútreikningar eða neitt fyrr en Hæstiréttur er búinn að klára sig í þessu,“ segir Einar Hugi. 

Hann veltir fyrir sér hvaða áhrif högg eins og þetta hafi á fyrirtæki eins og Lýsingu, þar sem fréttir hafa borist af bágri eiginfjárstöðu. Hugsanlegt sé að fólk fái ekkert upp í kröfur sínar sem það kann að eiga vegna ofgreiðslna af samningunum. „Sá möguleiki fyrir hendi að ef allt færi á versta veg og Lýsing færi í slitameðferð, eins og fordæmi eru fyrir varðandi Avant, þá gæti fólk setið eftir með kröfur þar sem lítið eða ekkert fengist út úr búinu,“ segir Einar Hugi.  




Tengdar fréttir

Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg

Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun.

Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×