Viðskipti innlent

Beðið eftir Standard & Poor's

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gærkvöldi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Horfur fyrir lánshæfismatið eru áfram neikvæðar.

Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody's og Standard & Poor's síðan Icesavesamkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í mati Moody's segir að þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sé útlit fyrir að hlutagreiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans hefjist senn. Að auki er ekki talið líklegt að niðurstaðan hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda.

Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra, hálfan sigur unninn með ákvörðun Moody's. Hann bíði þó enn niðurstöðu Standard & Poor's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×