Viðskipti innlent

Icesave úrskurður á miðvikudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbanki Íslands. Mynd/ Rósa.
Landsbanki Íslands. Mynd/ Rósa.
Héraðsdómur Reykjavíkur mun á næsta miðvikudag kveða upp úrskurð í máli fjölmargra kröfuhafa gamla Landsbankans um Icesave innistæðurnar. Ágreiningurinn lýtur að því hvort eðlilegt hafi verið að verki staðið hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbankans þegar Icesave innistæðurnar voru flokkaðar sem forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans.

Hvernig sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur fer á miðvikudaginn er nokkuð ljóst að hann verður kærður til Hæstaréttar. Úrskurður Hæstaréttar um þetta mál er forsenda þess að hægt sé að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðnanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×