Viðskipti innlent

Kaup lífeyrissjóða í HS Orku vekja athygli

Væntanleg kaup lífeyrissjóðanna á hlut í HS Orku af Magma Energy hafa vakið athygli erlendis.

Í frétt um málið á Reuters segir að Magma vonist til að með sölunni muni draga úr pólitískri andstöðu á Íslandi við upphafleg kaup þeirra á HS Orku.

Reuters rifjar upp þegar söngkonan Björk beitti sér gegn sölunni á HS Orku og átti í þekktum bréfasamskiptum við Ross Beaty forstjóra Magma um málið.

Fram kemur í frétt Reuters að eftir að tilkynnt var um að kaup lífeyrissjóðanna í gærdag hafi gengi hluta í Magma hækkaði í kauphöllinni í Toranto, á degi þegar nær öll félög þar féllu í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×