Viðskipti innlent

Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármögnunarleigusamningar voru notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum. Mynd/ Getty.
Fjármögnunarleigusamningar voru notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum. Mynd/ Getty.
Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun.

„Þessi niðurstaða er gríðarlega mikilvæg fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem fjármögnuðu tæki og tól með þessum samningum. Eiginfjárstaða margra mun batna og reksturinn verður léttari. Samtök iðnaðins fagna dómnum en samtökin lögðu fram lögfræðiaðstoð við undirbúning málsins," segir í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins birti á vefsíðu sinni í dag.

Samtök iðnaðarins búast við því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og niðurstaða Hæstaréttar muni sennilega liggja fyrir í byrjun sumars.


Tengdar fréttir

Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×