Viðskipti innlent

Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir.
Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, gröfum og öðru sambærilegu.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningurinn, sem gerður var milli Kraftvélaleigunnar og Íslandsbanka, hafi falið í sér skuldbindingu í íslenskum krónum. Hann falli því undir lög um verðtryggingu og vaxtabætur. Samningurinn sé lánssamningur í íslenskum krónum sem sé gengistryggður eftir gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla á gjalddögum hans. Vaxtalög heimili ekki verðtryggingu lána í íslenskum krónum með bindingu þeirra við gengi erlendra gjaldmiðla.

Annað sambærilegt mál um fjármögnunarleigusamninga er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er mál Smákrana gegn Lýsingu. Í því máli hefur Lýsing farið fram á að leitað verði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins á banni í íslenskum vaxtalögum við því að binda skuldbindingar í íslenskri krónu við gengi erlendra gjaldmiðla. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu á dögunum, en sá úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið kærður til Hæstaréttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×