Inspired by Iceland í flokki með risum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 20. apríl 2011 06:00 Íslenska auglýsinga- stofan hefur fengið fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis, fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland. Fréttablaðið/Stefán „Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann stýrði fyrir hönd auglýsingastofunnar herferðinni Inspired by Iceland, samvinnuverkefni á vegum ríkis og borgar auk fyrirtækja í ferðaþjónustu. Herferðinni var hleypt af stokkunum í júní í fyrra til að vekja athygli á landi og þjóð og vinna á móti stórkostlegri fækkun ferðamanna vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í fyrravor stefndi í að ferðamönnum myndi fækka um 22 prósent á milli ára yrði ekkert að gert. Herferðin er nú komin í úrslit í Global Effie-keppninni, sem er ein virtasta viðurkenning sem markaðsfólki í heiminum getur hlotnast og litlu við að jafna í auglýsingageiranum öðru en Óskarsverðlaununum. Keppnin er haldin einu sinni á ári og verða verðlaunin afhent í New York í Bandaríkjunum í júní. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan fengið fimm tilnefningar í erlendum samkeppnum, og ein verðlaun, fyrir herferðina auk þess að fara með heim tvenn verðlaun á ÍMARK-hátíðinni fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir bestu herferðina. Ljóst er að Íslenska auglýsingastofan er komin í lið með stóru strákunum en undantekningalítið hafa stærstu stofur heims farið heim með gull, silfur eða brons úr Global Effie-keppninni síðustu ár. Þar á meðal eru Leo Burnett, TBWA, Ogilvy & Mather, Grey Global, JWT og DDB. Herferðirnar sem hlotið hafa verðlaun í gegnum tíðina eru matvörurisinn Kellogg‘s, hreinlætisvörufyrirtækið Dove, skyndibitakeðjan McDonald‘s, íþróttavöruframleiðandinn Adidas og tæknifyrirtækið Apple. Herferðirnar sem tilnefndar eru til Global Effie-verðlaunanna eiga það sammerkt að hafa náð til nokkurra landa en skilyrðið fyrir tilnefningu er að þær hafi farið fram í að minnsta kosti fjórum löndum og í tveimur heimsálfum. Þá er ekki síður horft á strategíska innsæið en árangur herferðarinnar. „Hér er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þann hluta sem fór ekki fram á Íslandi. Íslendingar sáu í raun minnst af herferðinni, kannski fimm prósent,“ segir Kristján og bendir á að bæði hafi verið horft til skemmri og lengri tíma með herferðinni. Skammtímamarkmiðið sneri að því að fjölga ferðamönnum í fyrrasumar. Langtímamarkmiðið var að vekja athygli á landi og þjóð með notkun samfélagsvefja, almannatengsla og heimasíðu herferðarinnar. Icelandair greindi frá því í síðustu viku að áætlað sé að erlendum ferðamönnum hér muni fjölga um fimmtán til tuttugu prósent á milli ára. Það merkir að sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í sumar. Það er hundrað þúsund fleiri ferðamenn en í fyrra og mesti vöxtur í ferðaþjónustu á einu ári frá því mælingar hófust. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu átaki sem er einstakt í Íslandssögunni. Ferðamönnum fjölgar enn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa þjóðarbúinu eru mikils virði,“ segir Kristján. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
„Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann stýrði fyrir hönd auglýsingastofunnar herferðinni Inspired by Iceland, samvinnuverkefni á vegum ríkis og borgar auk fyrirtækja í ferðaþjónustu. Herferðinni var hleypt af stokkunum í júní í fyrra til að vekja athygli á landi og þjóð og vinna á móti stórkostlegri fækkun ferðamanna vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í fyrravor stefndi í að ferðamönnum myndi fækka um 22 prósent á milli ára yrði ekkert að gert. Herferðin er nú komin í úrslit í Global Effie-keppninni, sem er ein virtasta viðurkenning sem markaðsfólki í heiminum getur hlotnast og litlu við að jafna í auglýsingageiranum öðru en Óskarsverðlaununum. Keppnin er haldin einu sinni á ári og verða verðlaunin afhent í New York í Bandaríkjunum í júní. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan fengið fimm tilnefningar í erlendum samkeppnum, og ein verðlaun, fyrir herferðina auk þess að fara með heim tvenn verðlaun á ÍMARK-hátíðinni fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir bestu herferðina. Ljóst er að Íslenska auglýsingastofan er komin í lið með stóru strákunum en undantekningalítið hafa stærstu stofur heims farið heim með gull, silfur eða brons úr Global Effie-keppninni síðustu ár. Þar á meðal eru Leo Burnett, TBWA, Ogilvy & Mather, Grey Global, JWT og DDB. Herferðirnar sem hlotið hafa verðlaun í gegnum tíðina eru matvörurisinn Kellogg‘s, hreinlætisvörufyrirtækið Dove, skyndibitakeðjan McDonald‘s, íþróttavöruframleiðandinn Adidas og tæknifyrirtækið Apple. Herferðirnar sem tilnefndar eru til Global Effie-verðlaunanna eiga það sammerkt að hafa náð til nokkurra landa en skilyrðið fyrir tilnefningu er að þær hafi farið fram í að minnsta kosti fjórum löndum og í tveimur heimsálfum. Þá er ekki síður horft á strategíska innsæið en árangur herferðarinnar. „Hér er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þann hluta sem fór ekki fram á Íslandi. Íslendingar sáu í raun minnst af herferðinni, kannski fimm prósent,“ segir Kristján og bendir á að bæði hafi verið horft til skemmri og lengri tíma með herferðinni. Skammtímamarkmiðið sneri að því að fjölga ferðamönnum í fyrrasumar. Langtímamarkmiðið var að vekja athygli á landi og þjóð með notkun samfélagsvefja, almannatengsla og heimasíðu herferðarinnar. Icelandair greindi frá því í síðustu viku að áætlað sé að erlendum ferðamönnum hér muni fjölga um fimmtán til tuttugu prósent á milli ára. Það merkir að sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í sumar. Það er hundrað þúsund fleiri ferðamenn en í fyrra og mesti vöxtur í ferðaþjónustu á einu ári frá því mælingar hófust. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu átaki sem er einstakt í Íslandssögunni. Ferðamönnum fjölgar enn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa þjóðarbúinu eru mikils virði,“ segir Kristján.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira