Viðskipti innlent

Kaupmáttur lækkaði í mars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hækkun bensínverðs er meðal annars það sem kyndir undir verðbólgu. Mynd/ Anton.
Hækkun bensínverðs er meðal annars það sem kyndir undir verðbólgu. Mynd/ Anton.
Kaupmáttur launa lækkaði í mars um 0,6%, samkvæmt tölum Alþýðusambands Íslands. Ástæðan er sú að undanfarið hefur hækkun matar- og bensínverðs kynt undir verðbólgu og þar með minnkað kaupmáttinn. Á ársgrundvelli hefur kaupmátturinn hins vegar aukist um 2,1%.

Kaupmátturinn er enn 10% lægri en í ársbyrjun 2008. ASÍ segir það vera mjög athyglisvert að þrátt fyrir hve mikil gengislækkun krónunnar hafi orðið á árinu 2008 hafi kaupmáttur ekki fallið meir en raun ber vitni. Þetta sé aðallega innlendri framleiðslu að þakka en erlendar vörur hafi hækkað mjög í verði frá því krónan byrjaði að veikjast snemma árs 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×