Viðskipti innlent

Atvinnuleysi mest í yngsta aldurshópnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkamenn við störf.
Verkamenn við störf.
Atvinnulausum fjölgaði um 200 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að meðaltali voru 13.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,8% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Atvinnuleysi mældist 9,9% hjá körlum og 5,5% hjá konum.

Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysi mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 15,9%. Hjá hópnum 24-54 ára var atvinnuleysi 6,2% og 6,7% hjá 55-74 ára. Á fyrsta ársfjórðungi 2011 var atvinnuleysi 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 6,5% utan þess.

Á fyrsta ársfjórðungi 2011 þessa árs höfðu um 3.800 manns verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur, eða 27,8% atvinnulausra. Í fyrra voru þeir sem höfðu verið atvinnulausir ár eða lengur um 2.500 manns eða 18,1% atvinnulausra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×