Viðskipti innlent

Minni sala á mjólkurafurðum

Mynd úr safni
Sala á mjólkurvörum í mars var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Ekki var aukning á sölu í neinum vöruflokki í mánuðinum.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Sölusamdráttur á próteingrunni var 9,11% en 7,69% á fitugrunni.

Framleiðslan í ár var sömuleiðis töluvert minni en í fyrra og munar þar um 2.51% milli ára. Alls hafa kúabú landsins nú framleitt 31,0 milljónir lítra mjólkur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en í fyrra var framleiðslan á sama tíma 31,8 milljónir lítra.

Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×