Dómurinn ógnar ekki fjármálastöðugleika Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. apríl 2011 11:50 Árni Páll Árnason segir að dómurinn ógni ekki fjármálastöðugleika. Mynd/ Vilhelm. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavikur um fjármögnunarleigusamningana hefur ekki neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi. „Þetta er innan þess ramma sem Fjármálaeftirlitð gerði ráð fyrir að gæti fallið í fyrrahaust. Þá hafði Fjármálaeftirlitið gefið út greiningu þar sem flokkuð voru þau lán þar sem væru umtalsverðar líkur á því að gætu fallið,“ segir Árni Páll. Þar hafi verið um að ræða 50 milljarða högg fyrir fjármálafyrirtækin í tilviki heimilanna og 58 milljarðar í tilviki fyrirtækjanna. Þar sé um að ræða ýmiskonar lán og fjármögnunarleigusamningarnir á meðal þeirra. „Þetta eru lán sem eru í þeim hópi,“ segir Árni Páll. Samtök iðnaðarins segja að dómurinn í gær um fjármögnunarleigusamningana snúist um milljarðahagsmuni. Þá séu hundruð, ef ekki þúsundir, starfa í húfi. Árni Páll segir dóminn mikilvægan fyrir atvinnulífið. „Þetta er auðvitað mjög mikilvægt fyrir þá sem voru með svona samninga, ef þetta gengur eftir í Hæstarétti,“ segir Árni Páll, en bætir við að erfitt sé að spá fyrir um hvernig Hæstiréttur muni dæma. Árni Páll bætir við að það séu margskonar úrræði í gangi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í skuldaúrvinnslu. „Það er auðvitað ekki bundið við þessa samninga, heldur einfaldlega að fyrirtækin séu rekstrarhæf og eigi sér rekstrarforsendur,“ segir Árni Páll. Þar bendir Árni Páll einkum á „Beinu brautina“ þar sem bankarnir hafi skuldbundið sig til þess að gera fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði hennar tilboð um endurskipulagningu skulda fyrir sumarið. „Það er mjög mikilvægur kostur,“ segir Árni Páll að lokum. Tengdar fréttir Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun. 19. apríl 2011 16:24 Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu. 19. apríl 2011 16:03 Ráðleggur fólki að hætta að borga Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu. 20. apríl 2011 09:48 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavikur um fjármögnunarleigusamningana hefur ekki neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi. „Þetta er innan þess ramma sem Fjármálaeftirlitð gerði ráð fyrir að gæti fallið í fyrrahaust. Þá hafði Fjármálaeftirlitið gefið út greiningu þar sem flokkuð voru þau lán þar sem væru umtalsverðar líkur á því að gætu fallið,“ segir Árni Páll. Þar hafi verið um að ræða 50 milljarða högg fyrir fjármálafyrirtækin í tilviki heimilanna og 58 milljarðar í tilviki fyrirtækjanna. Þar sé um að ræða ýmiskonar lán og fjármögnunarleigusamningarnir á meðal þeirra. „Þetta eru lán sem eru í þeim hópi,“ segir Árni Páll. Samtök iðnaðarins segja að dómurinn í gær um fjármögnunarleigusamningana snúist um milljarðahagsmuni. Þá séu hundruð, ef ekki þúsundir, starfa í húfi. Árni Páll segir dóminn mikilvægan fyrir atvinnulífið. „Þetta er auðvitað mjög mikilvægt fyrir þá sem voru með svona samninga, ef þetta gengur eftir í Hæstarétti,“ segir Árni Páll, en bætir við að erfitt sé að spá fyrir um hvernig Hæstiréttur muni dæma. Árni Páll bætir við að það séu margskonar úrræði í gangi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í skuldaúrvinnslu. „Það er auðvitað ekki bundið við þessa samninga, heldur einfaldlega að fyrirtækin séu rekstrarhæf og eigi sér rekstrarforsendur,“ segir Árni Páll. Þar bendir Árni Páll einkum á „Beinu brautina“ þar sem bankarnir hafi skuldbundið sig til þess að gera fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði hennar tilboð um endurskipulagningu skulda fyrir sumarið. „Það er mjög mikilvægur kostur,“ segir Árni Páll að lokum.
Tengdar fréttir Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun. 19. apríl 2011 16:24 Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu. 19. apríl 2011 16:03 Ráðleggur fólki að hætta að borga Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu. 20. apríl 2011 09:48 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun. 19. apríl 2011 16:24
Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu. 19. apríl 2011 16:03
Ráðleggur fólki að hætta að borga Einar Hugi Bjarnason héraðsdómslögmaður ráðleggur þeim aðilum sem gerðu fjármögnunarleigusamninga við fjármálastofnanirnar að hætta að greiða af þeim. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í gær, í máli Íslandsbanka gegn Kraftvélaleigunni, um að slíkir samningar væru óheimilir samkvæmt vaxtalögum. Einar Hugi Bjarnason hefur rekið sambærilegt mál fyrir Smákrana ehf. gegn Lýsingu. 20. apríl 2011 09:48