Viðskipti innlent

Vill brjóta upp bankana

Sheila Bair
Sheila Bair
Bandarískir banka ættu að fara að hætti breskra og skilja áhættusaman rekstur frá annarri starfsemi að mati Sheilu Bair, stjórnarformanns bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar.

Bair vill herða reglur banka og fjármálafyrirtækja. Breska viðskiptadagblaðið Financial Times bendir á að eftirlitsnefnd um banka og fjármálafyrirtæki í Bretlandi hafi einmitt lagt þetta til í síðustu viku. Tillagan felur í sér að ríkið eða eftirlitsaðilar sem telja fjármálafyrirtæki orðin of stór geti krafist þess að þau verði brotin upp.

Í skýrslu FDIC sem kom út á mánudag eru birtar nýjar reglur um yfirtöku og slit á fjármálafyrirtækjum.

Ef þær hefðu gilt hefði breski bankinn Barclays getað tekið yfir fjárfestingarbankann Lehmans Brothers um miðjan september 2008. Þá hefðu kröfuhafar litlu sem engu tapað og slitin tekið styttri tíma en raun varð á. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×