Skattar draga úr eftirspurn Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. apríl 2011 19:11 Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem úrlausn í opinberum fjármálum segir formaður félags atvinnurekenda. Yfir áttatíu prósent fyrirtækja segja auknar skattahækkanir hafa neikvæð áhrif á eftirspurn. Í könnun sem félag atvinnurekenda gerði meðal félagsmanna sinna fyrr á árinu kemur fram að 83 prósent félagsmanna segja auknar skattaálögur hafa neikvæð áhrif á eftirspurn á þeim markaði sem fyrirtæki þeirra starfar á. Þá hafa yfir fimmtíu prósent fyrirtækja gripið til hagræðingaraðgerða beinlínis vegna aukinna skattaálagna. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir könnunina vera athyglisverð skilaboð til stjórnvalda í því árferði sem við búum við núna. „Ef að menn ná ekki hér upp eftirspurn sem smitar þá inn í það að kaupgeta almennings fer að aukast og kaupgeta fyrirtækja og þar af leiðandi skapast störf, þá þýðir það að vítahringurinn heldur áfram og við munum horfa upp á atvinnuleysi svipað og verið hefur samaborið við það að geta komið hjólum atvinnulífsins af stað" segir Almar Hann segir hagræðingar hjá hinu opinbera hafa gengið vel hingað til og hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þeirri leið. Efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé erfitt um þessar mundir og framtíðarsýnin lítil. „Sem betur fer hafa mörg fyrirtæki verið endurskipulögð og eru svona smátt og smátt að komast á ról, en það þarf auðvitað meiri vöxt og hann gerist auðvitað í kringum það að umhverfið sé hóflegt varðandi skattastig og einnig þannig sköpum við kaupmátt og getum farið að skapa störfin, sem er það sem að flestir vilja" Hann segir skilaboð félagsmanna hans vera skýr. „Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem einhverja úrlausn opinberum fjármálum" segir Almar að lokum. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem úrlausn í opinberum fjármálum segir formaður félags atvinnurekenda. Yfir áttatíu prósent fyrirtækja segja auknar skattahækkanir hafa neikvæð áhrif á eftirspurn. Í könnun sem félag atvinnurekenda gerði meðal félagsmanna sinna fyrr á árinu kemur fram að 83 prósent félagsmanna segja auknar skattaálögur hafa neikvæð áhrif á eftirspurn á þeim markaði sem fyrirtæki þeirra starfar á. Þá hafa yfir fimmtíu prósent fyrirtækja gripið til hagræðingaraðgerða beinlínis vegna aukinna skattaálagna. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir könnunina vera athyglisverð skilaboð til stjórnvalda í því árferði sem við búum við núna. „Ef að menn ná ekki hér upp eftirspurn sem smitar þá inn í það að kaupgeta almennings fer að aukast og kaupgeta fyrirtækja og þar af leiðandi skapast störf, þá þýðir það að vítahringurinn heldur áfram og við munum horfa upp á atvinnuleysi svipað og verið hefur samaborið við það að geta komið hjólum atvinnulífsins af stað" segir Almar Hann segir hagræðingar hjá hinu opinbera hafa gengið vel hingað til og hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þeirri leið. Efnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé erfitt um þessar mundir og framtíðarsýnin lítil. „Sem betur fer hafa mörg fyrirtæki verið endurskipulögð og eru svona smátt og smátt að komast á ról, en það þarf auðvitað meiri vöxt og hann gerist auðvitað í kringum það að umhverfið sé hóflegt varðandi skattastig og einnig þannig sköpum við kaupmátt og getum farið að skapa störfin, sem er það sem að flestir vilja" Hann segir skilaboð félagsmanna hans vera skýr. „Það gengur ekki lengur að horfa á skattahækkanir sem einhverja úrlausn opinberum fjármálum" segir Almar að lokum.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun