Viðskipti innlent

Andvaraleysi ríkisstjórnarinnar veldur FÍB áhyggjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Runólfur Ólafsson formaður FÍB.
Runólfur Ólafsson formaður FÍB.
Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart verðhækkunum á bifreiðaeldsneyti veldur Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þungum áhyggjum.

Í yfirlýsingu frá Runólfi Ólafssyni, formanni FÍB, til fjölmiðla segir að eldsneytishækkunirnar íþyngi fjárhag heimilanna og það stefni í verulegan samdrátt í viðskiptum og þjónustu um allt land vegna minnkandi umferðar. FÍB vill því að álögur hins opinbera á bifreiðaeldsneyti verði lækkaðar um 20 krónur.

FÍB segir að umferðin í mars hafi dregist saman um 15,5% samanborið við mars í fyrra. Vegagerðin spái verulegum samdrætti út árið ef þessi þróun haldi áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×