Fleiri fréttir Walker, Guðmundur og Finnur með Jóhannesi í tilboði Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, eru meðal þeirra sem standa að tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni kaupmanni. 23.11.2009 21:29 William Fall: Ætlar að gefa vangoldin laun til góðgerðamála Fyrrum bankastjóri Straums, William Fall, sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að hann mun gefa launakröfu sína, sem hann hefur gert í þrotabú Straums, til góðgerðarmála hér á landi verði hún samþykkt. Um er að ræða 640 milljón króna launakröfu sem hann krefst af þrotabúinu en málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. 23.11.2009 19:36 Arion banki: Greiðsluaðlögun kostar starfsmenn hugsanlega starfið Starfsfólk Arion, áður Kaupþings, sem þarf að nýta sér greiðsluaðlögun vegna fjárhagserfiðleika verður flutt til í starfi eða fær uppsagnarbréf. Kaldar kveðjur til starfsmanna að úrræði stjórnvalda valdi atvinnumissi segir lögmaður. 23.11.2009 18:40 Eignir Landsbankans rýrnað um 38 milljarða Kröfuhafar Landsbankans eru ósáttir við að innstæður séu viðurkenndar sem forgangskröfur og hyggjast leita réttar síns. Þá hafa eignir bankans rýrnað um þrjátíu og átta milljarða króna frá því í sumar. 23.11.2009 18:50 Engar skuldir afskrifaðar hjá 1998 Arion banki hefur móttekið tilboð frá Jóhannesi Jónssyni kaupmanni, erlendum fjárfestum og stjórnendum Haga um fjárhagslega endurskipulagningu 1998 ehf., móðurfélags Haga. Samkvæmt tilboðinu kemur ekki til neinna afskrifta skulda 1998 ehf, segir í tilkynningu frá bankanum. 23.11.2009 17:11 Talsverð lækkun á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitalan (OMX16) lækkaði um 3,20 prósent í dag og var 778,28 stig í lok dagsins. 23.11.2009 17:06 Feng gert að greiða 10 milljóna stjórnvaldssekt Í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Eignarhaldsfélagið Fengur hf. hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Fengur og Samkeppniseftirlitið gerðu sátt í málinu. Skal Fengur greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 10 milljónir króna vegna brotsins. 23.11.2009 15:57 Ring er nýtt vörumerki Símans á farsímamarkaðinum Miðvikudaginn 25. nóvember verður Ring, nýju vörumerki Símans á farsímamarkaði, ýtt úr vör. Ring er ný þjónusta sérstaklega sniðin að þörfum ungs fólks sem gerir miklar kröfur um gæði og hagstætt verð. Fyrir 1.990 krónur á mánuði geta viðskiptavinir hringt og sent SMS innan kerfa Símans fyrir 0 krónur í alla viðskiptavini Símans, 160 þúsund talsins. 23.11.2009 15:39 Nauðasamningur Sparisjóðs Mýrarsýslu samþykktur Á atkvæðafundi þann 20. nóvember 2009 voru greidd atkvæði um nauðasamning fyrir Sparisjóð Mýrasýslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 90% kröfuhafa samþykkti nauðasamninginn, sem jafngilti 73% af fjárhæð þeirra krafna er lýst var. Engin atkvæði voru greidd gegn nauðasamningnum. 23.11.2009 14:51 Afþakka þarf greiðslujöfnun 10 dögum fyrir gjalddaga Áfram er hægt að afþakka greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði vegna gjalddaga um miðjan desember og síðar, en það þarf að gerast í síðasta lagi 10 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins. 23.11.2009 14:29 Titan vill viljayfirlýsingar um tvær lóðir Titan Global, sem hefur í hyggju að reisa gagnaver hér á landi vill undirrita viljayfirlýsingar um lóðir á fleiri en einum stað á sama tíma. Fram kemur í nýlegri fundargerði bæjarráðs Hafnarfjarðar, að 28. október hafi bænum borist erindi frá Titan þar sem óskað væri eftir því að undirrituð yrði viljayfirlýsing milli bæjarins og Titans, um lóð í Kapelluhrauni. 23.11.2009 13:04 Björk hagnast á nýjum samningi við MySpace Music Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sjálfstæðu tónlistarmanna sem munu hagnast á nýjum samningi við MySpace Music þegar sú vefsíða opnar í Bretlandi á næstunni. Þar með er lokið áralangri deilu sjálfstæðra tónlistarmanna við eigendur MySpace. 23.11.2009 12:53 Kaupmáttarskerðingin sú mesta síðan uppúr 1990 Sú kaupmáttarskerðing sem íslenskir launþegar hafa orðið fyrir undanfarin misseri á sér fá fordæmi hér á landi og þarf að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun. Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri. 23.11.2009 12:29 Óskar eftir framlengingu á greiðslustöðvun Landsbankans Skilanefnd Landsbankans mun óska eftir því síðar í vikunni að greiðslustöðvun bankans verði framlengd um níu mánuði. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið á fundi skilanefndarinnar með kröfuhöfum bankans en fundir verða í dag og á morgun. 23.11.2009 12:17 OECD: Nauðsynlegt að skera niður landbúnaðarstyrki Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er tekið fram að nauðsynlegt sé að skera niður styrki hins opinbera til íslensks landbúnaðar. Þessir styrkir eru þeir hæstu meðal ríkja OECD eða 61% af brúttótekjum greinarinnar. Til samanburðar eru styrkirnir að meðaltali 23% í OECD eða nær þrefalt lægri. 23.11.2009 10:43 Marel ákveður 6 milljarða króna hlutafjárútboð Stjórn Marel ákvað í dag að efna til hlutafjárútboðs meðal fagfjárfesta sem miðar að því að auka hlutafé félagsins um 15% (92,4 milljónir hluta). Miðað við 15% hlutafjáraukningu er heildarsöluverðmæti útboðsins um 6 milljarðar króna eða um 32 milljónir evra. 23.11.2009 10:04 Íslensk framleiðslufyrirtæki óska réttlætis og jafnréttis Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega. 23.11.2009 09:42 Launavísitalan hefur hækkað um 1,9% á tólf mánuðum Launavísitala í október 2009 er 360,1 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 1,9%. 23.11.2009 09:03 Vildu fá pláss fyrir hótelskip við Ægisgarð Faxaflóahöfnum hefur borist umsókn frá Hús-inn ehf. og Hótel Flóka um langtímalegupláss við vesturhluta Ægisgarðs fyrir hótelskip. 23.11.2009 09:00 ISS Ísland það fyrsta innan ISS A/S sem fær Svansvottun Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu.. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun. 23.11.2009 08:43 Verulega dregur úr hækkun byggingakostnaðar Minni þrýstingur til verðhækkunar innfluttra hráefna vegna stöðugra gengis krónunnar, ásamt dvínandi eftirspurn í byggingarstarfsemi valda því að árshækkun vísitölu byggingarkostnaðar mælist í nóvember 4,6%, samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Verulega hefur því dregið úr hækkunum á byggingakostnaði. 23.11.2009 08:11 Togarinn Júlíus: Aflaverðmætið 24 milljarðar á 20 árum Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta. 23.11.2009 08:07 Hagar eru ekki til sölu Skoski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter er meðal þeirra sem ætla að leggja 1998, móðurfélagi Haga, til nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum fréttastofu. Brynjar Níelsson, lögmaður Þjóðharhags, fundaði með bankastjóra Arion banka í dag og fékk þau svör að Hagar væru ekki til sölu. Samkvæmt sömu heimildum hefur Arion banka fyrir verið gerð grein fyrir því hvernig félagið verður fjármagnað og hvaða fjárfestar leggja því til nýtt fé. 22.11.2009 18:30 Ákvörðun tekin um eignarhald Arion fyrir lok mánaðarins Erlendir kröfuhafar Kaupþings þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir vilji gerast hluthafar í Arion banka fyrir hinn 30. nóvember næstkomandi. Bankastjóri bankans segir að erlent eignarhald yrði bankanum til góðs og vonast eftir því að það verði raunin. 22.11.2009 12:21 Sala skuldabréfa jókst um 37 milljarða milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í október 2009 nam 37,9 milljörðum kr. samanborið við 0,7 milljarða kr. mánuðinn áður. 22.11.2009 12:20 Eigendur 1998 munu kynna nýja fjárfesta í Högum á morgun Eigendur eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, munu á morgun leggja fram gögn hjá Arion banka varðandi endurfjármögnun félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar verður jafnframt kynnt hvaða fjárfestar það eru sem ætla að leggja fyrirtækinu til nýtt fé. 21.11.2009 18:26 Telja íslensk stjórnvöld hafa rænt sig Hópur fólks sem keypti hlutabréf í Glitni eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum þann 29. september í fyrra hyggst stefna ríkinu og endurheimta sparifé sitt. Eins og kunnugt er var bankinn þjóðnýttur um það bil viku seinna og því tapaðist allt fé sem lagt hafði verið inn í bankann eftir 29. september. 21.11.2009 11:55 Verðmæti lána rýrnaði um 20 milljarða Verðmæti útlána og krafna hjá Nýja Kaupþingi, nú Arion banka, rýrnaði um 20 milljarða króna á tímabilinu frá því bankinn tók til starfa eftir hrun í október í fyrra og fram til síðustu áramóta. 21.11.2009 09:59 Kaupþing eignast hlut í Lagernum Lagerinn hefur undanfarið átt í samningaviðræðum við Nýja Kaupþing banka um endurskipulagningu á rekstri með það fyrir augum að létta á íþyngjandi skuldabyrði félagsins. Bankinn hefur nú náð samkomulagi við Jákup Jacobsen, stærsta hluthafa Lagersins, um breytingu á skuldum í hlutafé. 20.11.2009 18:57 Sérfræðingar spá fólksflótta Það liggur í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks á Íslandi muni leiða til fólksflótta. Þetta er mat tveggja heimsþekktra hagfræðinga. Þeir gagnrýna skýrslu AGS um stöðuna. 20.11.2009 18:44 Arion banki: Kaupþing sækir nafn sitt í grískar goðsagnir Kaupþing hefur ákveðið að breyta nafni bankans í Arionbanki. Nafnið er tekið úr grískum goðsögnum en Arion var hörpuleikari. 20.11.2009 18:16 Icelandair hækkaði um 2,50% Icelandair hækkaði um 2,50% og Marel hækkaði um 0,59% í Kauphöllinni í dag. Össur lækkaði um 1,09. Viðskipti með Marel námu tæpum 49 milljónum króna. 20.11.2009 17:02 Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 9 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 9 milljörðum króna í dag. Þar af voru 7328 milljarðar í íbúðabréfum og 7,28 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum. 20.11.2009 16:50 Titan Global sækir um lóð undir gagnaver á Grundartanga Titan Global hefur sótt um lóð undir gagnaver á Grundartanga. Erindi Titan Global var rætt á fundi stjórnar Faxaflóahafna í morgun en Titan Global hefur formlega óskað eftir viðræðum um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðarinnar. 20.11.2009 15:18 EIB skrifar undir 31 milljarða lán til Orkuveitunnar Fjárfestingabanki Evrópu (EIB) hefur skrifað undir lán til Orkuveitu Reykjavíkur upp á 170 milljónir evra eða rúmlega 31 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 20.11.2009 14:38 Gunnlaugur gáttaður á RUV, krefst viðtals við útvarpsstjóra Gunnlaugur Sigmundsson segir að hann sé gáttaður á fréttaflutningi Spegilsins á RUV af félagi hans GSSG Holding. Af þessum sökum hefur hann krafist þess að fá viðtal við Pál Magnússon útvarpsstjóra. 20.11.2009 14:11 Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000 Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000. Samtals voru stöðugildin 28.700 árið 2000 en voru orðin 37.400 talsins í apríl s.l. Hlutfallsleg aukning á tímabilinu er því 27%, 29% hjá ríkinu og 32% hjá sveitarfélögum. 20.11.2009 13:25 Enn frost á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13. nóvember til og með 19. nóvember 2009 var 47. Þar af voru 33 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.197 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna. 20.11.2009 13:05 Havilland þjónustar Tortólufélag Gunnlaugs Sigmundssonar „Eitt af félögunum sem Havilland sér nú um er GSSG Holding, stofnað í desember 2000 á heimilisfangi Kaupþings. Í félagið voru þá lagðar 260 milljónir króna. Eins og oft voru það tvö Tortólufélög í eigu Kaupþings sem stofnuðu félagið. Stjórnarmaður í félaginu var þá Gunnlaugur Sigmundsson sem var þingmaður Framsóknar 1995-1999 og hefur víða komið við í íslensku viðskiptalífi." 20.11.2009 12:48 Nýtt nafn Kaupþings kynnt í dag Tilkynnt verður um nýtt nafn Nýja Kaupþings banka í dag á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í Hafnarhúsinu klukkan fimm að því er heimildir fréttastofu herma. Bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu eftir bankahrunið með það fyrir augum að bæta laskaða ímynd sína. 20.11.2009 12:20 Ástarbréf Landsbankans kosta ríkið 80 milljarða Tap ríkisins vegna veð- og daglána Seðlabankans til gamla Landsbankans nemur hátt í 80 milljörðum króna. 20.11.2009 12:02 Forstjóri Atlantic Petroleum hættir strax Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum lætur af starfi sínu strax í dag samkvæmt tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar. Wilhelm mun verða félaginu innanhandar sem ráðgjafi næsta árið. 20.11.2009 11:02 Vilhjálmur: Ekki verður fallist á neinar skattahækkanir 2011 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA bendir á að ríkisstjórnin hafi tæmt skattahækkunarpokann og ekki verði hægt að fallast á neinar frekari skattahækkanir vegna fjárlaga fyrir árið 2011. Þá þurfi að mæta allri aðlögunarþörfinni með lækkun útgjalda. 20.11.2009 10:47 FME rannsakar 13 alþjóðleg fjársvikamál Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakar nú 13 alþjóðleg fjársvikamál, það er mál sem hafa tengingu utan Íslands. Gunnar Andersen forstjóri FME segir í samtali við Bloomberg að þessi mál verði rekin fyrir dómstólum í nokkrum löndum auk Íslands. 20.11.2009 10:41 Tæplega 48% afþökkuðu greiðslujöfnun hjá ÍLS Alls afþökkuðu tæp 48% einstaklinga greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) en á miðnætti í gær rann út frestur til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga í desember. Öll slík lán voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun. 20.11.2009 10:07 Sjá næstu 50 fréttir
Walker, Guðmundur og Finnur með Jóhannesi í tilboði Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, eru meðal þeirra sem standa að tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni kaupmanni. 23.11.2009 21:29
William Fall: Ætlar að gefa vangoldin laun til góðgerðamála Fyrrum bankastjóri Straums, William Fall, sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að hann mun gefa launakröfu sína, sem hann hefur gert í þrotabú Straums, til góðgerðarmála hér á landi verði hún samþykkt. Um er að ræða 640 milljón króna launakröfu sem hann krefst af þrotabúinu en málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. 23.11.2009 19:36
Arion banki: Greiðsluaðlögun kostar starfsmenn hugsanlega starfið Starfsfólk Arion, áður Kaupþings, sem þarf að nýta sér greiðsluaðlögun vegna fjárhagserfiðleika verður flutt til í starfi eða fær uppsagnarbréf. Kaldar kveðjur til starfsmanna að úrræði stjórnvalda valdi atvinnumissi segir lögmaður. 23.11.2009 18:40
Eignir Landsbankans rýrnað um 38 milljarða Kröfuhafar Landsbankans eru ósáttir við að innstæður séu viðurkenndar sem forgangskröfur og hyggjast leita réttar síns. Þá hafa eignir bankans rýrnað um þrjátíu og átta milljarða króna frá því í sumar. 23.11.2009 18:50
Engar skuldir afskrifaðar hjá 1998 Arion banki hefur móttekið tilboð frá Jóhannesi Jónssyni kaupmanni, erlendum fjárfestum og stjórnendum Haga um fjárhagslega endurskipulagningu 1998 ehf., móðurfélags Haga. Samkvæmt tilboðinu kemur ekki til neinna afskrifta skulda 1998 ehf, segir í tilkynningu frá bankanum. 23.11.2009 17:11
Talsverð lækkun á hlutabréfamarkaði Úrvalsvísitalan (OMX16) lækkaði um 3,20 prósent í dag og var 778,28 stig í lok dagsins. 23.11.2009 17:06
Feng gert að greiða 10 milljóna stjórnvaldssekt Í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Eignarhaldsfélagið Fengur hf. hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Fengur og Samkeppniseftirlitið gerðu sátt í málinu. Skal Fengur greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 10 milljónir króna vegna brotsins. 23.11.2009 15:57
Ring er nýtt vörumerki Símans á farsímamarkaðinum Miðvikudaginn 25. nóvember verður Ring, nýju vörumerki Símans á farsímamarkaði, ýtt úr vör. Ring er ný þjónusta sérstaklega sniðin að þörfum ungs fólks sem gerir miklar kröfur um gæði og hagstætt verð. Fyrir 1.990 krónur á mánuði geta viðskiptavinir hringt og sent SMS innan kerfa Símans fyrir 0 krónur í alla viðskiptavini Símans, 160 þúsund talsins. 23.11.2009 15:39
Nauðasamningur Sparisjóðs Mýrarsýslu samþykktur Á atkvæðafundi þann 20. nóvember 2009 voru greidd atkvæði um nauðasamning fyrir Sparisjóð Mýrasýslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 90% kröfuhafa samþykkti nauðasamninginn, sem jafngilti 73% af fjárhæð þeirra krafna er lýst var. Engin atkvæði voru greidd gegn nauðasamningnum. 23.11.2009 14:51
Afþakka þarf greiðslujöfnun 10 dögum fyrir gjalddaga Áfram er hægt að afþakka greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði vegna gjalddaga um miðjan desember og síðar, en það þarf að gerast í síðasta lagi 10 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins. 23.11.2009 14:29
Titan vill viljayfirlýsingar um tvær lóðir Titan Global, sem hefur í hyggju að reisa gagnaver hér á landi vill undirrita viljayfirlýsingar um lóðir á fleiri en einum stað á sama tíma. Fram kemur í nýlegri fundargerði bæjarráðs Hafnarfjarðar, að 28. október hafi bænum borist erindi frá Titan þar sem óskað væri eftir því að undirrituð yrði viljayfirlýsing milli bæjarins og Titans, um lóð í Kapelluhrauni. 23.11.2009 13:04
Björk hagnast á nýjum samningi við MySpace Music Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sjálfstæðu tónlistarmanna sem munu hagnast á nýjum samningi við MySpace Music þegar sú vefsíða opnar í Bretlandi á næstunni. Þar með er lokið áralangri deilu sjálfstæðra tónlistarmanna við eigendur MySpace. 23.11.2009 12:53
Kaupmáttarskerðingin sú mesta síðan uppúr 1990 Sú kaupmáttarskerðing sem íslenskir launþegar hafa orðið fyrir undanfarin misseri á sér fá fordæmi hér á landi og þarf að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun. Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri. 23.11.2009 12:29
Óskar eftir framlengingu á greiðslustöðvun Landsbankans Skilanefnd Landsbankans mun óska eftir því síðar í vikunni að greiðslustöðvun bankans verði framlengd um níu mánuði. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið á fundi skilanefndarinnar með kröfuhöfum bankans en fundir verða í dag og á morgun. 23.11.2009 12:17
OECD: Nauðsynlegt að skera niður landbúnaðarstyrki Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er tekið fram að nauðsynlegt sé að skera niður styrki hins opinbera til íslensks landbúnaðar. Þessir styrkir eru þeir hæstu meðal ríkja OECD eða 61% af brúttótekjum greinarinnar. Til samanburðar eru styrkirnir að meðaltali 23% í OECD eða nær þrefalt lægri. 23.11.2009 10:43
Marel ákveður 6 milljarða króna hlutafjárútboð Stjórn Marel ákvað í dag að efna til hlutafjárútboðs meðal fagfjárfesta sem miðar að því að auka hlutafé félagsins um 15% (92,4 milljónir hluta). Miðað við 15% hlutafjáraukningu er heildarsöluverðmæti útboðsins um 6 milljarðar króna eða um 32 milljónir evra. 23.11.2009 10:04
Íslensk framleiðslufyrirtæki óska réttlætis og jafnréttis Í opnu bréfi til allra alþingismanna óska íslensk framleiðslufyrirtæki eftir jafnrétti og réttlæti í þeirra garð, starfsfólks og viðskiptavina. Þingmenn eru hvattir til að hverfa frá þeirri mismunun sem felst í því að velja að geðþótta sí og æ sömu vörur gamalgróinna íslenskra iðnfyrirtækja og skattleggja þær sérstaklega. 23.11.2009 09:42
Launavísitalan hefur hækkað um 1,9% á tólf mánuðum Launavísitala í október 2009 er 360,1 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 1,9%. 23.11.2009 09:03
Vildu fá pláss fyrir hótelskip við Ægisgarð Faxaflóahöfnum hefur borist umsókn frá Hús-inn ehf. og Hótel Flóka um langtímalegupláss við vesturhluta Ægisgarðs fyrir hótelskip. 23.11.2009 09:00
ISS Ísland það fyrsta innan ISS A/S sem fær Svansvottun Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu.. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun. 23.11.2009 08:43
Verulega dregur úr hækkun byggingakostnaðar Minni þrýstingur til verðhækkunar innfluttra hráefna vegna stöðugra gengis krónunnar, ásamt dvínandi eftirspurn í byggingarstarfsemi valda því að árshækkun vísitölu byggingarkostnaðar mælist í nóvember 4,6%, samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Verulega hefur því dregið úr hækkunum á byggingakostnaði. 23.11.2009 08:11
Togarinn Júlíus: Aflaverðmætið 24 milljarðar á 20 árum Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta. 23.11.2009 08:07
Hagar eru ekki til sölu Skoski kaupsýslumaðurinn Tom Hunter er meðal þeirra sem ætla að leggja 1998, móðurfélagi Haga, til nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum fréttastofu. Brynjar Níelsson, lögmaður Þjóðharhags, fundaði með bankastjóra Arion banka í dag og fékk þau svör að Hagar væru ekki til sölu. Samkvæmt sömu heimildum hefur Arion banka fyrir verið gerð grein fyrir því hvernig félagið verður fjármagnað og hvaða fjárfestar leggja því til nýtt fé. 22.11.2009 18:30
Ákvörðun tekin um eignarhald Arion fyrir lok mánaðarins Erlendir kröfuhafar Kaupþings þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir vilji gerast hluthafar í Arion banka fyrir hinn 30. nóvember næstkomandi. Bankastjóri bankans segir að erlent eignarhald yrði bankanum til góðs og vonast eftir því að það verði raunin. 22.11.2009 12:21
Sala skuldabréfa jókst um 37 milljarða milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í október 2009 nam 37,9 milljörðum kr. samanborið við 0,7 milljarða kr. mánuðinn áður. 22.11.2009 12:20
Eigendur 1998 munu kynna nýja fjárfesta í Högum á morgun Eigendur eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, munu á morgun leggja fram gögn hjá Arion banka varðandi endurfjármögnun félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar verður jafnframt kynnt hvaða fjárfestar það eru sem ætla að leggja fyrirtækinu til nýtt fé. 21.11.2009 18:26
Telja íslensk stjórnvöld hafa rænt sig Hópur fólks sem keypti hlutabréf í Glitni eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum þann 29. september í fyrra hyggst stefna ríkinu og endurheimta sparifé sitt. Eins og kunnugt er var bankinn þjóðnýttur um það bil viku seinna og því tapaðist allt fé sem lagt hafði verið inn í bankann eftir 29. september. 21.11.2009 11:55
Verðmæti lána rýrnaði um 20 milljarða Verðmæti útlána og krafna hjá Nýja Kaupþingi, nú Arion banka, rýrnaði um 20 milljarða króna á tímabilinu frá því bankinn tók til starfa eftir hrun í október í fyrra og fram til síðustu áramóta. 21.11.2009 09:59
Kaupþing eignast hlut í Lagernum Lagerinn hefur undanfarið átt í samningaviðræðum við Nýja Kaupþing banka um endurskipulagningu á rekstri með það fyrir augum að létta á íþyngjandi skuldabyrði félagsins. Bankinn hefur nú náð samkomulagi við Jákup Jacobsen, stærsta hluthafa Lagersins, um breytingu á skuldum í hlutafé. 20.11.2009 18:57
Sérfræðingar spá fólksflótta Það liggur í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks á Íslandi muni leiða til fólksflótta. Þetta er mat tveggja heimsþekktra hagfræðinga. Þeir gagnrýna skýrslu AGS um stöðuna. 20.11.2009 18:44
Arion banki: Kaupþing sækir nafn sitt í grískar goðsagnir Kaupþing hefur ákveðið að breyta nafni bankans í Arionbanki. Nafnið er tekið úr grískum goðsögnum en Arion var hörpuleikari. 20.11.2009 18:16
Icelandair hækkaði um 2,50% Icelandair hækkaði um 2,50% og Marel hækkaði um 0,59% í Kauphöllinni í dag. Össur lækkaði um 1,09. Viðskipti með Marel námu tæpum 49 milljónum króna. 20.11.2009 17:02
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 9 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 9 milljörðum króna í dag. Þar af voru 7328 milljarðar í íbúðabréfum og 7,28 milljarðar í óverðtryggðum ríkisbréfum. 20.11.2009 16:50
Titan Global sækir um lóð undir gagnaver á Grundartanga Titan Global hefur sótt um lóð undir gagnaver á Grundartanga. Erindi Titan Global var rætt á fundi stjórnar Faxaflóahafna í morgun en Titan Global hefur formlega óskað eftir viðræðum um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðarinnar. 20.11.2009 15:18
EIB skrifar undir 31 milljarða lán til Orkuveitunnar Fjárfestingabanki Evrópu (EIB) hefur skrifað undir lán til Orkuveitu Reykjavíkur upp á 170 milljónir evra eða rúmlega 31 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 20.11.2009 14:38
Gunnlaugur gáttaður á RUV, krefst viðtals við útvarpsstjóra Gunnlaugur Sigmundsson segir að hann sé gáttaður á fréttaflutningi Spegilsins á RUV af félagi hans GSSG Holding. Af þessum sökum hefur hann krafist þess að fá viðtal við Pál Magnússon útvarpsstjóra. 20.11.2009 14:11
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000 Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 27% frá árinu 2000. Samtals voru stöðugildin 28.700 árið 2000 en voru orðin 37.400 talsins í apríl s.l. Hlutfallsleg aukning á tímabilinu er því 27%, 29% hjá ríkinu og 32% hjá sveitarfélögum. 20.11.2009 13:25
Enn frost á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13. nóvember til og með 19. nóvember 2009 var 47. Þar af voru 33 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.197 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna. 20.11.2009 13:05
Havilland þjónustar Tortólufélag Gunnlaugs Sigmundssonar „Eitt af félögunum sem Havilland sér nú um er GSSG Holding, stofnað í desember 2000 á heimilisfangi Kaupþings. Í félagið voru þá lagðar 260 milljónir króna. Eins og oft voru það tvö Tortólufélög í eigu Kaupþings sem stofnuðu félagið. Stjórnarmaður í félaginu var þá Gunnlaugur Sigmundsson sem var þingmaður Framsóknar 1995-1999 og hefur víða komið við í íslensku viðskiptalífi." 20.11.2009 12:48
Nýtt nafn Kaupþings kynnt í dag Tilkynnt verður um nýtt nafn Nýja Kaupþings banka í dag á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í Hafnarhúsinu klukkan fimm að því er heimildir fréttastofu herma. Bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu eftir bankahrunið með það fyrir augum að bæta laskaða ímynd sína. 20.11.2009 12:20
Ástarbréf Landsbankans kosta ríkið 80 milljarða Tap ríkisins vegna veð- og daglána Seðlabankans til gamla Landsbankans nemur hátt í 80 milljörðum króna. 20.11.2009 12:02
Forstjóri Atlantic Petroleum hættir strax Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum lætur af starfi sínu strax í dag samkvæmt tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar. Wilhelm mun verða félaginu innanhandar sem ráðgjafi næsta árið. 20.11.2009 11:02
Vilhjálmur: Ekki verður fallist á neinar skattahækkanir 2011 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA bendir á að ríkisstjórnin hafi tæmt skattahækkunarpokann og ekki verði hægt að fallast á neinar frekari skattahækkanir vegna fjárlaga fyrir árið 2011. Þá þurfi að mæta allri aðlögunarþörfinni með lækkun útgjalda. 20.11.2009 10:47
FME rannsakar 13 alþjóðleg fjársvikamál Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakar nú 13 alþjóðleg fjársvikamál, það er mál sem hafa tengingu utan Íslands. Gunnar Andersen forstjóri FME segir í samtali við Bloomberg að þessi mál verði rekin fyrir dómstólum í nokkrum löndum auk Íslands. 20.11.2009 10:41
Tæplega 48% afþökkuðu greiðslujöfnun hjá ÍLS Alls afþökkuðu tæp 48% einstaklinga greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) en á miðnætti í gær rann út frestur til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga í desember. Öll slík lán voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun. 20.11.2009 10:07