Viðskipti innlent

Ákvörðun tekin um eignarhald Arion fyrir lok mánaðarins

Arion banki. Mynd/ Pjetur.
Arion banki. Mynd/ Pjetur.
Erlendir kröfuhafar Kaupþings þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir vilji gerast hluthafar í Arion banka fyrir hinn 30. nóvember næstkomandi. Bankastjóri bankans segir að erlent eignarhald yrði bankanum til góðs og vonast eftir því að það verði raunin.

Óvissa er um hverjir verða stærstu hluthafar Arion banka ef erlent eignarhald verður að veruleika. Helstu lánveitendur Kaupþings voru evrópskir bankar og þar er Deutsche bank óumdeilanlega stærstur, en þýskir bankamenn tóku vel í beiðnir íslenskra bankamanna um lánafyrirgreiðslur á meðan góðærið stóð sem hæst. Stærstur hluti krafna í þrotabú Kaupþings er hins vegar í formi skuldabréfa, en skuldabréfin hafa gengið kaupum og sölum með afföllum frá bankahruninu á síðasta ári og því er ljóst að kröfuhafahópur bankans breytist dag frá degi. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Kaupþings rennur út 30. desember næstkomandi og þá fyrst mun liggja fyrir hverjir eignast Arion banka, ef af erlendu eignarhaldi verður.

Erlendir kröfuhafar Kaupþings liggja nú yfir gögnum um Arion banka, en þeir þurfa að taka ákvörðun um aðkomu sína að bankanum fyrir hinn 30. nóvember næstkomandi. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að erlent eignarhald yrði bankanum til góðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×