Viðskipti innlent

EIB skrifar undir 31 milljarða lán til Orkuveitunnar

Fjárfestingabanki Evrópu (EIB) hefur skrifað undir lán til Orkuveitu Reykjavíkur upp á 170 milljónir evra eða rúmlega 31 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Í tilkynningunni segir að skrifað hafi verið undir lánasamninginn í Reykjavík í dag og það var Eva Srejber aðstoðarforstjóri EIB sem undirritaði samninginn af hálfu bankans. Þeir Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður Okruveitunnar og Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitunnar undirrituðu samninginn af hálfu fyrirtækisins.

Fram kemur að lánsféið verði nýtt til þess að auka orkuvinnslna á Hellisheiðarsvæðinu um 90 MW með byggingu á nýrri gufuaflsvirkjum í Hverahlíð.

„Við erum ánægð með að geta stutt þessa umhverfisvænu tækni fyrir verkefni sem mun stuðla að efnahagsbata á Íslandi og felur í sér áframhaldandi samstarf við félaga okkar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Eva Srejber í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×