Viðskipti innlent

Walker, Guðmundur og Finnur með Jóhannesi í tilboði

Malcolm Walker, forstjóri Iceland.
Malcolm Walker, forstjóri Iceland.

Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, eru meðal þeirra sem standa að tilboði í Haga með Jóhannesi Jónssyni kaupmanni.

Eins og fram kom í fréttailkynningu frá Arion banka í dag barst bankanum tilboð frá Jóhannesi og viðskiptafélögum hans. Bankinn mun svara tilboðinu í janúar.

Malcolm Walker stofnaði Iceland-verslunarkeðjuna árið 1970 og starfaði þar til honum var bolað út árið 2002. Hann var síðan ráðinn forstjóri eftir að Baugur keypti verslunarkeðjuna árið 2005 og hefur gert frábæra hluti.

Guðmundur Marteinsson hefur starfað með feðgunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Jóhannesi Jónssyni nánast frá því að Bónus var opnað árið 1989 og stýrt Bónus undanfarin ár.

Finnur Árnason hefur starfað hjá Högum allt frá því að Hagkaup og Bónus sameinuðust árið 1998. Hann var fyrst um sinn framkvæmdastjóri Hagkaupa en síðar forstjóri Haga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×