Viðskipti innlent

Titan vill viljayfirlýsingar um tvær lóðir

Frá Grundartanga.
Frá Grundartanga.

Titan Global, sem hefur í hyggju að reisa gagnaver hér á landi vill undirrita viljayfirlýsingar um lóðir á fleiri en einum stað á sama tíma. Fram kemur í nýlegri fundargerði bæjarráðs Hafnarfjarðar, að 28. október hafi bænum borist erindi frá Titan þar sem óskað væri eftir því að undirrituð yrði viljayfirlýsing milli bæjarins og Titans, um lóð í Kapelluhrauni.

Bæjarráðið fól bæjarstjóranum að ganga til viðræðna við félagið. Þennan sama dag fengu Faxaflóahafnir sams konar erindi frá Titan, að þessu sinni, vildi Titan undirrita viljayfirlýsingu um lóð á Grundartanga. Hafnarstjóranum var falið að ganga til viðræðna um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er lítill áhugi á verkefninu hjá Faxaflóahöfnum; en samt sem áður sé ekkert útilokað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×