Viðskipti innlent

Sérfræðingar spá fólksflótta

Sigríður Mogensen. skrifar

Það liggur í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks á Íslandi muni leiða til fólksflótta. Þetta er mat tveggja heimsþekktra hagfræðinga. Þeir gagnrýna skýrslu AGS um stöðuna.

Gunnar Tómasson hagfræðingur fékk þá James Galbraith og William Black, sem kenna við háskóla í Bandaríkjunum, til að skrifa umsögn um stöðu Íslands.

Gunnar sendi Alþingismönnum umsögnina í dag. Black og Galbraith segjast hafa farið gaumgæfilega yfir nýútgefna skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og önnur gögn varðandi skuldastöðu Íslands.

Þeir gagnrýna harðlega skýrslu sjóðsins og segja hana vekja upp alvarlegar spurningar. Til dæmis taki sjóðurinn ekki inn í myndina mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar, kaupmáttarrýrnunar og atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott.

Í umsögninni segir orðrétt: Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. Og um leið og erlendar skuldir Íslands falli með sívaxandi þunga á þá landsmenn sem eftir eru verði erfiðara fyrir þá sem vilja búa á Íslandi að gera það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×