Viðskipti innlent

ISS Ísland það fyrsta innan ISS A/S sem fær Svansvottun

Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu.. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu til að fá slíka vottun.

Í tilkynningu segir að umhverfisráðherra hafi veitt leyfið þann 20. nóvember. Strangar kröfur Svansins tryggja að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa starfseminnar.

"Það gleður mig að ISS hefur ákveðið að taka þátt í því með okkur að byggja upp sjálfbært samfélag. Það er ljóst að vistvæn innkaupastefna ríkisins hefur tilætluð áhrif sem lýsir sér í auknum áhuga á Svansvottun," segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.

ISS Ísland er sjálfstætt íslenskt fyrirtæki í eigu alþjóðafyrirtækisins ISS A/S, sem starfar í yfir 50 löndum. Á ræstingarsviði ISS starfa yfir 600 manns. ISS Ísland er stærsta ræstingarþjónustan á landinu og fyrsta ISS fyrirtækið í heiminum til að fá Svansvottun fyrir starfsemina. Viðskiptavinir fyrirtækisins á sviði ræstinga eru um 480 talsins, svo um er að ræða stóran hóp sem nú fær að njóta góðs af Svansmerkingu ISS og hefur vottun því mikil áhrif í samfélaginu.

„Við erum ákaflega stolt yfir að fá umhverfisvottun Svansins" segir Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS Ísland. „Svanurinn tengir endanlega saman verkferla fyrirtækisins við umhverfisstefnu þess og tryggir viðskiptavinum ISS gæðaþjónustu, sem er vistvænni í framkvæmd. Okkur er það mikil ánægja að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar að umhverfisvænna atvinnulífi á Íslandi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×