Togarinn Júlíus: Aflaverðmætið 24 milljarðar á 20 árum 23. nóvember 2009 08:07 Þeir Ómar og Einar Valur í brúnni á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta.Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að í ræðu sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., flutti í tilefni dagsins lagði hann áherslu á mikilvægi þess stöðugleika í atvinnu og tekjum sem fylgdi atvinnutækjum á borð við Júlíus Geirmundsson. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að skipstjórinn á happafleyinu Júlíusi, Ómar Ellertsson, hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár.„Árlegt aflaverðmæti skipsins lætur nærri að vera um 1200 milljónir króna á verðlagi dagsins. Þannig hefur skipið aflað um 90.000 tonna upp úr sjó á þessum tuttugu árum og heildarverðmæti afurðanna slagar í 24 milljarða króna. Það er margt hægt að gera fyrir 1200 milljóna króna árlegt aflaverðmæti. Fyrir þá upphæð mætti byggja sex leikskóla eins og Sólborg. Fyrir þessa upphæð mætti líka reka alla leikskóla, grunnskóla og menntaskóla í Ísafjarðarbæ í eitt ár," sagði Einar Valur.Hann benti á mikilvægi togararans fyrir rekstur bæjarfélagsins. „Þannig fær Ísafjarðarbær á þessu ári um fimmtíu milljónir króna í útsvarsgreiðslur af launum áhafnar skipsins. Aðrar tíu milljónir renna til hafnarsjóðs, auk beinna og óbeinna áhrifa sem fjárfesting, rekstur og neysla útgerðar og áhafnar hefur á þjónustufyrirtæki og bæjarsjóð, já og reyndar samfélagið allt. Margfeldisáhrifin eru mikil."Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. byggir á gömlum merg. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað árið 1941 og Gunnvör hf. árið 1955. Fyrirtækin sameinuðust fyrir tíu árum. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. gerir auk Júlíus Geirmundssonar, út ísfisktogaranna Pál Pálsson ÍS 102 og Stefni ÍS 28.Fyrirtækið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og á Ísafirði, umfangsmikið þorskeldi víða í Ísafjarðardjúpi og lifrarniðursuðu í Súðavík. Starfsmenn til sjós og lands eru ríflega 200 í 140 stöðugildum. Fyrirtækið er að stærstum í eigu fjölskyldna sem eiga rætur sínar í þessum félögum. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta.Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að í ræðu sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., flutti í tilefni dagsins lagði hann áherslu á mikilvægi þess stöðugleika í atvinnu og tekjum sem fylgdi atvinnutækjum á borð við Júlíus Geirmundsson. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að skipstjórinn á happafleyinu Júlíusi, Ómar Ellertsson, hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár.„Árlegt aflaverðmæti skipsins lætur nærri að vera um 1200 milljónir króna á verðlagi dagsins. Þannig hefur skipið aflað um 90.000 tonna upp úr sjó á þessum tuttugu árum og heildarverðmæti afurðanna slagar í 24 milljarða króna. Það er margt hægt að gera fyrir 1200 milljóna króna árlegt aflaverðmæti. Fyrir þá upphæð mætti byggja sex leikskóla eins og Sólborg. Fyrir þessa upphæð mætti líka reka alla leikskóla, grunnskóla og menntaskóla í Ísafjarðarbæ í eitt ár," sagði Einar Valur.Hann benti á mikilvægi togararans fyrir rekstur bæjarfélagsins. „Þannig fær Ísafjarðarbær á þessu ári um fimmtíu milljónir króna í útsvarsgreiðslur af launum áhafnar skipsins. Aðrar tíu milljónir renna til hafnarsjóðs, auk beinna og óbeinna áhrifa sem fjárfesting, rekstur og neysla útgerðar og áhafnar hefur á þjónustufyrirtæki og bæjarsjóð, já og reyndar samfélagið allt. Margfeldisáhrifin eru mikil."Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. byggir á gömlum merg. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað árið 1941 og Gunnvör hf. árið 1955. Fyrirtækin sameinuðust fyrir tíu árum. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. gerir auk Júlíus Geirmundssonar, út ísfisktogaranna Pál Pálsson ÍS 102 og Stefni ÍS 28.Fyrirtækið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og á Ísafirði, umfangsmikið þorskeldi víða í Ísafjarðardjúpi og lifrarniðursuðu í Súðavík. Starfsmenn til sjós og lands eru ríflega 200 í 140 stöðugildum. Fyrirtækið er að stærstum í eigu fjölskyldna sem eiga rætur sínar í þessum félögum.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira