Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2025 07:00 Reglulega sýnir Alþingi okkur góð dæmi um hvernig slæm vinnustaðamenning virkar. Enda eru góð samskipti stór partur af því að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Samkvæmt rannsóknum næst 18% meiri framleiðni á vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning er góð. Vísir/Vilhelm Það er keppikefli flestra vinnustaða að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Enda hafa rannsóknir sýnt til margra ára að góð vinnustaðamenning skilar sér margfalt. Í síðustu viku urðum við hins vegar vitni að því í beinni útsendingu, hvernig slæm vinnustaðamenning lítur út. Og það sem verra er; vinnustaðurinn telst „okkar,“ sbr. Alþingi „okkar“ Íslendinga. Því já; Orðræðan á Alþingi þann 11. júlí síðastliðin er nægt dæmi um samskipti eins og þau eru aðeins á vinnustöðum þar sem vinnustaðamenningin telst slæm og óheilbrigð: Fúkyrði, ljótyrði, stórar yfirlýsingar og jafnvel persónulegar árásir eru mild lýsing á því sem þarna fór fram og á meðan það versta gekk yfir, kepptust fjölmiðlar við að reyna að skýra út fyrir almenningi hvor aðilinn hefði skitið meira í brækurnar; Stjórnarliðar eða stjórnarandstaðan. Í dag ætlum við þó ekkert að tala um pólitík. Heldur frekar að skilja hverjar afleiðingar slæmrar vinnustaðamenningar eru í samanburði við góða vinnustaðamenningu. Enda góð samskipti gríðarlega mikilvægur hluti af því að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Á ensku er slæm vinnustaðamenning skilgreind sem „toxic workplace culture,“ eða eitruð vinnustaðamenning. Einkenni slíkrar vinnustaðamenningar eru til dæmis: Vanvirðing, skortur á trausti, óöryggi, einelti og sú líðan fólks að það treystir því ekki að geta tjáð sig frjálslega án þess að eiga á hættu einhvers konar árásir. Nú segja eflaust margir: En þetta er nú bara eðli stjórnmála? En ef svo er, veltum því þá fyrir okkur, hverjar afleiðingarnar eru. Slæm vinnustaðamenning bitnar meðal annars á afköstum. Sem með öðrum orðum þýðir að framleiðni og frammistaða fólks er ekki eins góð og hún annars gæti verið. Slæm vinnustaðamenning hefur líka bein áhrif á andlega heilsu. Til dæmis sýna rannsóknir að slæm vinnustaðamenning eykur líkurnar á að fólk upplifi kvíða, þunglyndi eða kulnunareinkenni. Í rannsókn sem meðal annars hið breska Medical Journal fjallaði um, segir líka að á þeim vinnustöðum sem vanrækja að huga að andlegri heilsu starfsfólks síns, eru þrefalt meiri líkur á að fólk þrói með sér þunglyndiseinkenni innan árs. Og hér skal hafa í huga að þunglyndiseinkenni sjást svo sannarlega ekki alltaf utan á fólki í vinnunni. Til viðbótar má benda á viðtal sem Atvinnulífið birti fyrir nokkru við Mental ráðgjöf, þar sem meðal annars kemur fram að samkvæmt rannsóknum eru áhrif vinnustaða á geðheilsu fólks gífurleg. Góð vinnustaðamenning er oft metin út frá því hversu mikil starfsánægja er og helgun starfsmanna á vinnustað. Góð vinnustaðamenning byggir líka á heilbrigðum og hreinskiptnum samskiptum, þar sem starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi því það veit að það getur tjáð sig frjálslega og án þess til dæmis að fólk flissi, ranghvolfi augunum eða geri gagnárás. Einkenni góðrar vinnustaðarmenningar er til dæmis vinnustaður þar sem það er hlustað, hrósað og mistök eru liðin sem hluti af lærdómsferli. Í áranna rás hafa rannsóknir sýnt að ávinningur vinnustaða af því að byggja upp góða vinnustaðamenningu eru ótvíræðir. Sem dæmi má nefna alþjóðlega rannsókn Gallup þar sem niðurstöður sýna að góð vinnustaðamenning skili sér meðal annars í 14-18% meiri framleiðni, 23% meiri arðsemi og 78% minni fjarveru. Önnur rannsókn sem sýnir það sama var til umfjöllunar í Harvard Business Review. Þar sem segir að góð vinnustaðamenning skili sér meðal annars í betri heilsu starfsfólks, minni fjarveru og meiri framleiðni. Í þeirri grein segir líka að ávinningur vinnustaða af opinni og góðri samskiptamenningu skili sér meðal annars í góðu orðspori. Þá má teljast líklegt að orðspor hafi bein áhrif á traust fólks til vinnustaðarins en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birt var í febrúar 2025, mældist Alþingi í þriðja neðsta sæti yfir lista um traust til stofnana. Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í síðustu viku urðum við hins vegar vitni að því í beinni útsendingu, hvernig slæm vinnustaðamenning lítur út. Og það sem verra er; vinnustaðurinn telst „okkar,“ sbr. Alþingi „okkar“ Íslendinga. Því já; Orðræðan á Alþingi þann 11. júlí síðastliðin er nægt dæmi um samskipti eins og þau eru aðeins á vinnustöðum þar sem vinnustaðamenningin telst slæm og óheilbrigð: Fúkyrði, ljótyrði, stórar yfirlýsingar og jafnvel persónulegar árásir eru mild lýsing á því sem þarna fór fram og á meðan það versta gekk yfir, kepptust fjölmiðlar við að reyna að skýra út fyrir almenningi hvor aðilinn hefði skitið meira í brækurnar; Stjórnarliðar eða stjórnarandstaðan. Í dag ætlum við þó ekkert að tala um pólitík. Heldur frekar að skilja hverjar afleiðingar slæmrar vinnustaðamenningar eru í samanburði við góða vinnustaðamenningu. Enda góð samskipti gríðarlega mikilvægur hluti af því að byggja upp góða vinnustaðamenningu. Á ensku er slæm vinnustaðamenning skilgreind sem „toxic workplace culture,“ eða eitruð vinnustaðamenning. Einkenni slíkrar vinnustaðamenningar eru til dæmis: Vanvirðing, skortur á trausti, óöryggi, einelti og sú líðan fólks að það treystir því ekki að geta tjáð sig frjálslega án þess að eiga á hættu einhvers konar árásir. Nú segja eflaust margir: En þetta er nú bara eðli stjórnmála? En ef svo er, veltum því þá fyrir okkur, hverjar afleiðingarnar eru. Slæm vinnustaðamenning bitnar meðal annars á afköstum. Sem með öðrum orðum þýðir að framleiðni og frammistaða fólks er ekki eins góð og hún annars gæti verið. Slæm vinnustaðamenning hefur líka bein áhrif á andlega heilsu. Til dæmis sýna rannsóknir að slæm vinnustaðamenning eykur líkurnar á að fólk upplifi kvíða, þunglyndi eða kulnunareinkenni. Í rannsókn sem meðal annars hið breska Medical Journal fjallaði um, segir líka að á þeim vinnustöðum sem vanrækja að huga að andlegri heilsu starfsfólks síns, eru þrefalt meiri líkur á að fólk þrói með sér þunglyndiseinkenni innan árs. Og hér skal hafa í huga að þunglyndiseinkenni sjást svo sannarlega ekki alltaf utan á fólki í vinnunni. Til viðbótar má benda á viðtal sem Atvinnulífið birti fyrir nokkru við Mental ráðgjöf, þar sem meðal annars kemur fram að samkvæmt rannsóknum eru áhrif vinnustaða á geðheilsu fólks gífurleg. Góð vinnustaðamenning er oft metin út frá því hversu mikil starfsánægja er og helgun starfsmanna á vinnustað. Góð vinnustaðamenning byggir líka á heilbrigðum og hreinskiptnum samskiptum, þar sem starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi því það veit að það getur tjáð sig frjálslega og án þess til dæmis að fólk flissi, ranghvolfi augunum eða geri gagnárás. Einkenni góðrar vinnustaðarmenningar er til dæmis vinnustaður þar sem það er hlustað, hrósað og mistök eru liðin sem hluti af lærdómsferli. Í áranna rás hafa rannsóknir sýnt að ávinningur vinnustaða af því að byggja upp góða vinnustaðamenningu eru ótvíræðir. Sem dæmi má nefna alþjóðlega rannsókn Gallup þar sem niðurstöður sýna að góð vinnustaðamenning skili sér meðal annars í 14-18% meiri framleiðni, 23% meiri arðsemi og 78% minni fjarveru. Önnur rannsókn sem sýnir það sama var til umfjöllunar í Harvard Business Review. Þar sem segir að góð vinnustaðamenning skili sér meðal annars í betri heilsu starfsfólks, minni fjarveru og meiri framleiðni. Í þeirri grein segir líka að ávinningur vinnustaða af opinni og góðri samskiptamenningu skili sér meðal annars í góðu orðspori. Þá má teljast líklegt að orðspor hafi bein áhrif á traust fólks til vinnustaðarins en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birt var í febrúar 2025, mældist Alþingi í þriðja neðsta sæti yfir lista um traust til stofnana.
Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01
Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02
Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00