Viðskipti innlent

Telja íslensk stjórnvöld hafa rænt sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, og Lárus Welding, þáverandi forstjóri Glitnis, þegar tilkynnt var um að ríkið hefði eignast 75% hlut í Glitni. Mynd/ GVA.
Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, og Lárus Welding, þáverandi forstjóri Glitnis, þegar tilkynnt var um að ríkið hefði eignast 75% hlut í Glitni. Mynd/ GVA.
Hópur fólks sem keypti hlutabréf í Glitni, eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í bankanum þann 29. september í fyrra, hyggst stefna ríkinu og endurheimta sparifé sitt. Eins og kunnugt er hrundi bankinn um það bil viku seinna og því tapaðist allt fé sem lagt hafði verið inn í bankann eftir 29. september.

Í auglýsingu sem birt er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag segir að hópur fólks, sem hafi verið rændur verulegum upphæðum af þáverandi stjórnvöldum og í mörgum tilvikum öllu sínu sparifé, hafi bundist samtökum og muni freista þess að endurheimta þessa fjármuni með málarekstri allt til Mannréttindadómstóls Evrópu ef með þurfi.

Hópurinn segir að eftir að stjórnvöld höfðu tekið 75% hlut í bankanum yfir þann 29. september hafi átt sér stað viðskipti með bankann að andvirði 3,9 milljarðar króna. Stjórnvöld hafi látið þess getið að bankanum væri ætlað að lifa til framtíðar og þannig myndi ríkið ávaxta sitt pund ríkulega þegar uppi væri staðið. Enginn önnur lausn hefði verið betri. Það hefði verið í ljósi þessa sem fjölmargir aðilar hefðu keypt í hlutabréf í Glitni fyrir fall hans í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×