Viðskipti innlent

Nýtt nafn Kaupþings kynnt í dag

Atlantis er á meðal þeirra nafna sem sögð eru koma til greina. Þar er væntanlega verið að vísa til borgarinnar frægu sem á að hafa sokkið í sæ forðum.
Atlantis er á meðal þeirra nafna sem sögð eru koma til greina. Þar er væntanlega verið að vísa til borgarinnar frægu sem á að hafa sokkið í sæ forðum.

Tilkynnt verður um nýtt nafn Nýja Kaupþings banka í dag á starfsmannafundi sem boðað hefur verið til í Hafnarhúsinu klukkan fimm að því er heimildir fréttastofu herma. Bankinn fór í mikla stefnumótunarvinnu eftir bankahrunið með það fyrir augum að bæta laskaða ímynd sína.

Ekki hefur fengist staðfest hvað bankinn mun heita. Esja hefur verið lengi í umræðunni en það er SWIFT-heiti bankans. Auk þess hafa nöfnin Atlantis og Stefnir verið í umræðunni.

Í samtali við fréttastofu vildi Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, ekki tjá sig um málið en neitaði því ekki að nýtt nafn yrði kynnt í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×