Viðskipti innlent

Eignir Landsbankans rýrnað um 38 milljarða

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Kröfuhafar Landsbankans eru ósáttir við að innstæður séu viðurkenndar sem forgangskröfur og hyggjast leita réttar síns. Þá hafa eignir bankans rýrnað um þrjátíu og átta milljarða króna frá því í sumar.

Skilanefnd Landsbankans mun óska eftir því síðar í vikunni að greiðslustöðvun bankans verði framlengd um níu mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi skilanefndarinnar með kröfuhöfum bankans í dag. Um 160 kröfuhafar voru á fundinum, meðal annars fulltrúar breskra og hollenskra innstæðueigenda. Mikil óánægja er meðal kröfuhafa að innstæður hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur.

Kristinn Bjarnason, sem er í slitastjórn, segir ólíklegt að það muni takast að jafna þennan ágreining og líklegt sé því að hann endi fyrir dómstólum.

Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að um 90% fengjust upp í forgangskröfur er nú gert ráð fyrir að 88 fáist upp í kröfurnar. Eignir bankans hafa rýrnað um 38 milljarða króna frá því í júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×