Viðskipti innlent

Afþakka þarf greiðslujöfnun 10 dögum fyrir gjalddaga

Áfram er hægt að afþakka greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði vegna gjalddaga um miðjan desember og síðar, en það þarf að gerast í síðasta lagi 10 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að fasteignaveðlán einstaklinga voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun. Útrunninn er frestur til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga 1. desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×