Viðskipti innlent

Verulega dregur úr hækkun byggingakostnaðar

Minni þrýstingur til verðhækkunar innfluttra hráefna vegna stöðugra gengis krónunnar, ásamt dvínandi eftirspurn í byggingarstarfsemi valda því að árshækkun vísitölu byggingarkostnaðar mælist í nóvember 4,6%, samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Verulega hefur því dregið úr hækkunum á byggingakostnaði.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá ársbyrjun 2008 hefur 12 mánaða breyting vísitölunnar verið að meðaltali 15% en í ljósi þess að 12 mánaða breytingin var í síðasta mánuði 7,2% og er nú komin undir 5% má segja að hækkunin nú sé meira í takti við það sem má heita eðlilegt. Til samanburðar var meðalbreyting á árunum 2000-2007 6,3% á ári.

Ólíkt því sem verið hefur undanfarið valda vinnuliðir hækkun vísitölunnar á milli mánaða á meðan efnisliðir draga úr henni. Þá eru smærri kostnaðarliðir að hækka nokkuð á milli mánaða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×