OECD: Nauðsynlegt að skera niður landbúnaðarstyrki 23. nóvember 2009 10:43 Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er tekið fram að nauðsynlegt sé að skera niður styrki hins opinbera til íslensks landbúnaðar. Þessir styrkir eru þeir hæstu meðal ríkja OECD eða 61% af brúttótekjum greinarinnar. Til samanburðar eru styrkirnir að meðaltali 23% í OECD eða nær þrefalt lægri.Tölurnar sem hér um ræðir eru frá árinu 2007 og athygli vekur að þær samræmast ekki tölum sem Bændasamtökin sjálf hafa gefið út. Bændasamtökin segja að fyrrgreint hlutfall ríkisstyrkja 2007 hafi verið 57% af brúttótekjunum. Álíka misræmi er á tölum OECD og Bændasamtakanna fyrir árið 2006.OECD skýrslan er skrifuð af Andrea De Michelis og var gefin út í síðasta mánuði. Þar segir að nauðsynin á því að skera niður í fjármálum hins opinbera ætti einkum að ná til þeirra opinberu styrkja sem ekki koma hinum almenna neytenda til góða. „Styrkjakerfi landbúnaðarns liggur hátt á þeim lista," segir í skýrslunni. „Það kemur í veg fyrir breytingar og setur miklar byrðar á skattgreiðendur og neytendur."Fram kemur að heildaryfirfærsla á fjármagni úr sjóðum hins opinbera til bænda nemi um 1% af landsframleiðslunni eða næstum eins mikið og vægi landbúnaðarins er í landsframleiðslunni. Verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar með núverandi kerfi eru 2,5 sinnum hærri en heimsmarkaðsverð. Því séu brúttótekjur íslenskra bænda um það bil þrefalt hærri en þær væru samkvæmt heimsmarkaðsverðum á afurðum þeirra.Þau lönd í Evrópu innan OECD sem komast næst Íslandi að styrkja bændur sína eru Noregur þar sem styrkirnir nema 53% af brúttótekjum og Sviss þar sem hlutfallið er 50%. Meðaltalið innan ESB er hinsvegar 26%. Nýja Sjáland er aftur það land sem minnst styrkir landbúnað sinn eða um 1% af brúttótekjum bænda þar í landi. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er tekið fram að nauðsynlegt sé að skera niður styrki hins opinbera til íslensks landbúnaðar. Þessir styrkir eru þeir hæstu meðal ríkja OECD eða 61% af brúttótekjum greinarinnar. Til samanburðar eru styrkirnir að meðaltali 23% í OECD eða nær þrefalt lægri.Tölurnar sem hér um ræðir eru frá árinu 2007 og athygli vekur að þær samræmast ekki tölum sem Bændasamtökin sjálf hafa gefið út. Bændasamtökin segja að fyrrgreint hlutfall ríkisstyrkja 2007 hafi verið 57% af brúttótekjunum. Álíka misræmi er á tölum OECD og Bændasamtakanna fyrir árið 2006.OECD skýrslan er skrifuð af Andrea De Michelis og var gefin út í síðasta mánuði. Þar segir að nauðsynin á því að skera niður í fjármálum hins opinbera ætti einkum að ná til þeirra opinberu styrkja sem ekki koma hinum almenna neytenda til góða. „Styrkjakerfi landbúnaðarns liggur hátt á þeim lista," segir í skýrslunni. „Það kemur í veg fyrir breytingar og setur miklar byrðar á skattgreiðendur og neytendur."Fram kemur að heildaryfirfærsla á fjármagni úr sjóðum hins opinbera til bænda nemi um 1% af landsframleiðslunni eða næstum eins mikið og vægi landbúnaðarins er í landsframleiðslunni. Verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar með núverandi kerfi eru 2,5 sinnum hærri en heimsmarkaðsverð. Því séu brúttótekjur íslenskra bænda um það bil þrefalt hærri en þær væru samkvæmt heimsmarkaðsverðum á afurðum þeirra.Þau lönd í Evrópu innan OECD sem komast næst Íslandi að styrkja bændur sína eru Noregur þar sem styrkirnir nema 53% af brúttótekjum og Sviss þar sem hlutfallið er 50%. Meðaltalið innan ESB er hinsvegar 26%. Nýja Sjáland er aftur það land sem minnst styrkir landbúnað sinn eða um 1% af brúttótekjum bænda þar í landi.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira