Viðskipti innlent

Forstjóri Atlantic Petroleum hættir strax

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum lætur af starfi sínu strax í dag samkvæmt tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar. Wilhelm mun verða félaginu innanhandar sem ráðgjafi næsta árið.

Sigurð í Jákupsstovu mun taka við starfi Wilhelms tímabundið eða þar til búið er að ráða í stöðuna að nýju. Sigurð er verkefna- og tækniforstjóri félagsins.

Í tilkynningunni segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun stjórnar Atlantic Petroleum og Wilhelm að hann láti af störfum strax. Birgir Durhuus stjórnarformaður félagsins þakkar Wilhelm vel unnin störf í þágu félagsins á undanförnum árum í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×