Viðskipti innlent

Eigendur 1998 munu kynna nýja fjárfesta í Högum á morgun

Eigendur eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, munu á morgun leggja fram gögn hjá Arion banka varðandi endurfjármögnun félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar verður jafnframt kynnt hvaða fjárfestar það eru sem ætla að leggja fyrirtækinu til nýtt fé.

Samkomulag sem eigendur 1998 gerðu við bankann gerir ráð fyrir að Hagar verði í eigu Arion banka, sem mun eiga 40 prósent hlut, og núverandi eigenda, þ.e Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans, sem munu eiga 60 prósent.

Undir verslunarfyrirtækið Haga fellur Bónus, Hagkaup, 10-11, Útilíf og fleiri verslanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×