Viðskipti innlent

Verðmæti lána rýrnaði um 20 milljarða

Sigríður Mogensen skrifar
Verðmæti útlána og krafna hjá Nýja Kaupþingi, nú Arion banka, rýrnaði um 20 milljarða króna á tímabilinu frá því bankinn tók til starfa eftir hrun í október í fyrra og fram til síðustu áramóta.

Hagnaður bankans eftir skatta nam 4,8 milljörðum á sama tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var í morgun. Hreinar vaxtatekjur bankans námu rúmum fjórum milljörðum og þóknunartekjur voru rúmur milljarður.

Tekjur bankans af rekstri voru alls 31 milljarður. Gengishagnaður er þar langstærsti hlutinn, en gengishagnaður bankans skýrist af 7% veikingu krónunnar á tímabilinu. Á móti gengishagnaðinum kemur aukin virðisrýrnun lána í erlendri mynt vegna greiðsluerfiðleika heimila og fyrirtækja. Þá námu heildareignir bankans 640 milljörðum í lok síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×