Viðskipti innlent

Arion banki: Kaupþing sækir nafn sitt í grískar goðsagnir

Kaupþing hefur ákveðið að breyta nafni bankans í Arionbanki. Nafnið er tekið úr grískum goðsögnum en Arion var hörpuleikari.

Hann er helst frægur í grískum goðsögnum fyrir að hafa verið handsamaður af sjóræningjum eftir að hann sigraði tónlistarkeppni á Sikiley. Sjóræningjarnir ásældust vinningsféð hans.

Honum voru gefnir tveir kostir, að fremja sjálfsmorð og vera grafinn með viðeigandi athöfn á landi. Eða vera myrtur á hafi úti og kastað í sjóinn.

Arion keypti sér tíma með því að spila lag fyrir sjóræningjana. Á meðan flykktust höfrungar að vegna tónlistarinnar. Arion stökk þá út í sjóinn og komst á land aftur með aðstoð höfrunganna.

Á sama fundi stjórnar, þar sem nafnið var ákveðið, var einnig farið yfir málefni Haga og eignarhaldsfélagsins 1998. Engar upplýsingar hafa fengist um það mál á fundinum.

Fyrir neðan má lesa tilkynnningu frá bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×