Viðskipti innlent

Óskar eftir framlengingu á greiðslustöðvun Landsbankans

Skilanefnd Landsbankans mun óska eftir því síðar í vikunni að greiðslustöðvun bankans verði framlengd um níu mánuði. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið á fundi skilanefndarinnar með kröfuhöfum bankans en fundir verða í dag og á morgun.

Um 160 kröfuhafar eru á fundinum, m.a. fulltrúar breskra og hollenskra innstæðueigenda. Á fundinum munu skilanefnd og slitastjórn gera grein fyrir stöðu bankans, þ.e. eignum og skuldum auk þess sem kröfuskráin verður kynnt.

Icesave reikningarnir gera það að verkum að gjaldþrot Landsbankans er umfangsmeira en hinna bankanna, enda þótt kröfur í þrotabú hinna bankanna séu jafnvel hærri. Heildarkröfur í búið nema um 6500 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×