Viðskipti innlent

Vildu fá pláss fyrir hótelskip við Ægisgarð

Faxaflóahöfnum hefur borist umsókn frá Hús-inn ehf. og Hótel Flóka um langtímalegupláss við vesturhluta Ægisgarðs fyrir hótelskip.

Fjallað var um málið á síðasta stjórnarfundi Faxaflóahafna. Þar var bókað að stjórnin telur að svo komnu máli ekki mögulegt að samþykkja varanlega legu hótelskips við Ægisgarð miðað við það bryggjupláss sem er fyrir hendi. Því er ekki unnt að verða við erindi bréfritara að svo komnu máli.

„Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla upplýsinga viðeigandi aðila um reglur og sjónarmið varðandi hugsanlega legu hótelskips í Gömlu höfninni í Reykjavík," segir í fundargerðinni.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að þótt ekki hafi reynst unnt að útvega pláss fyrir hótelskipið við Ægisgarð komi aðrar staðsetningar í höfinni til greina fyrir slíkt skip.

„Við verðum hinsvegar að vinna töluverða undirbúningsvinnu áður en slíku plássi er úthlutað eins og fram kemur í fundargerðinni," segir Gísli.

Hann segir að hótelskip í Fxaflóahöfnum séu ekki óþekkt fyrirbrigði og nefnir sem dæmi að þau hafi verið til staðar þar meðan á toppfundi þeirra Ronalds Reagans bandaríkjaforseta og Michail Grobastjov sóvétleiðtoga stóð í Reykjavík árið 1986.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×