Fleiri fréttir

Fjármálafurstar flykkjast úr landi í öruggt skjól

Bankastjórar og aðrir kaupsýslumenn sem voru í fararbroddi útrásarinnar hafa nú flutt lögheimili erlendis þar sem þeir dveljast í öruggu skjóli frá riftunarkröfum skilanefnda föllnu bankanna. Skilanefndirnar vilja að ráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum.

Einn í peningastefnunefnd vildi óbreytta vexti

Á síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Ísland lagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri til að innlánsvextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur í 9,0% og að hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga yrði aukin úr 25 milljarða krónum í 30 milljarða króna með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum, sem felur í sér 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta.

Atlantic Airways hækkaði mest

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,43%. Viðskipti með bréf í félaginu voru þó sáralítil. Össur hækkaði um 0,37% og Marel um 0,15%.

Hafnir landsins innheimta ekki farþegaskatt fyrir ríkissjóð

„Stjórn Hafnasambands Íslands mótmælir harðlega öllum hugmyndum um upptöku nýs skatts á ferðamenn á Íslandi og hækkun vitagjalds, en hvort tveggja mun leiða til aukinnar gjaldtöku af farþegum og útgerðum skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína til landsins."

Viðskiptaráð sér jákvæð tíðindi í skattabreytingum

„Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjur eru þannig áætlaðar 117 milljarðar kr. í stað upphaflegra áætlunar um 143 milljarða kr. skattheimtu. Einnig hafa áætlanir um auðlinda- og orkuskatt verið endurskoðaðar til lækkunar."

Baldur þarf sjálfur að bera kyrrsetninguna undir dómstóla

Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er langt komin. Baldur þarf sjálfur að bera ákvörðun um kyrrsetningu eigna sinna undir dómstóla vilji hann hnekkja henni. Baldur er hæst setti embættismaður Íslendinga sem hefur verið til rannsóknar af ákæruvaldi vegna gruns um brot.

Engin bankaafgreiðsla á Hofsósi

Engin bankaafgreiðsla er á Hofsósi eftir að útibú Nýja Kaupþings lokar þar. Þetta kemur fram í ályktun byggðarráðs Skagafjarðar sem mótmælir áformum um lokun bankaútibúsins.

FÍS: Alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.

Nýir skattar hækka höfuðstól íbúðalána um 15-16 milljarða

Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.

OECD: Kreppan dýpri og langvarandi hérlendis

Kreppan hér á landi verður bæði dýpri og meira langvarandi en að meðaltali í aðildarríkjum OECD samkvæmt spá stofnunarinnar. Verður samdrátturinn að meðaltali 3,5% í ár í aðildarríkjum OECD á þessu ári.

Verði krafan samþykkt rennur hún til velferðamála

Fyrrum framkvæmdarstjóri Landsbankans, Yngvi Örn Kristinsson, hefur gefið út yfirlýsingu vegna launakröfu sem hann og fleiri fyrrum starfsmenn Landsbankans hafa gert í þrotabú Landsbankans. Hann gerir 229 milljón króna kröfu í þrotabúið.

Rúmlega 38% lántakenda ÍLS afþakka greiðslujöfnun

Um kl. 9:30 í morgun höfðu 18.657 einstaklingar afþakkað greiðslujöfnun á 30.514 lánum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS). Þetta eru 38,5% allra lántakenda hjá Íbúðalánasjóði og 37,4% af fjölda lána.

OECD: Reiknar með 7% atvinnuleysi næsta ár

Í nýrri skýrslu OECD um horfurnar í efnahagsmálum heimsins (Economic Outlook) reiknar stofnunin með að atvinnuleysi á Íslandi verði um 7% á næsta ári en minnki svo í 6,4% árið 2011. OECD telur að niðursveiflan á Íslandi haldi áfram þar til snemma á næsta ári.

Grundartangi á sléttu með álverðið í 1.275 dollurum á tonnið

Mike Bless fjármálastjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að félaginu hafi tekist að reka álver sitt á Grundartanga á sléttu þegar álverðið fór niður í 1.275 dollara á tonnið í mars s.l. Þetta hafi verið hægt vegna þess hve raforkuverðið á Íslandi er hagstætt félaginu.

FME sektar SP-Fjármögnun og Sparisjóð Mýrarsýslu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað SP-Fjármögnun og Sparisjóð Mýrarsýslu fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. SP-Fjármögnun var sektuð um 400.000 kr. og Sparisjóður Mýrarsýslu um 700.000 kr.

Helguvík hefji starfsemi snemma árs 2012

Century Aluminum gerir ráð fyrir að álbræðsla hefjist í álveri fyrirtækisins í Helguvík snemma árs 2012. Þetta kom fram í ræðu fjármálastjóra fyrirtækisins Mike Bless á ráðstefnu fjárfesta í ál- og námavinnslu sem fram fór í gær.

Lífsýnasafnið ekki til sölu

Saga Investments býður 1,7 milljarða króna fyrir Íslenska erfðagreiningu. Erlendir fjölmiðlar segja DeCode hafa runnið út á tíma. Þeir hafa áhyggjur af lífsýnabanka Íslenskrar erfðagreiningar.

Fasteignafélag N1 skuldum hlaðið

Umtak, félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1, skuldaði 13,5 milljarða króna í lok árs 2007. Í lok ársins átti félagið eignir á móti skuldum, eða fyrir tæpa 14,4 milljarða króna.

Skuldabréfið ófundið

Skilanefnd Glitnis hefur enn ekki fundið hvar skuldabréfakrafa upp á 140 milljarða króna liggur í bókhaldi þrotabús gamla bankans.

FME sektar Bakkabræður

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Bakkabræður um fimm milljónir króna vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti.

Steypustöðin í opið söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á Steypustöðinni ehf., sem er í dag að fullu í eigu dótturfélags Íslandsbanka hf.

Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir

Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu.

Móðurfélag Norðuráls hækkaði um 4,36%

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,36% í Kauphöllinni í dag. Össur hækkaði um 0,37% og Marel hækkaði um 0,15%. Ekkert félag lækkaði. Viðskipti með Century Aluminum Company námu reyndar einungis um 332 þúsund krónum. Krónan stóð í stað.

Virðisaukaskattur hækkar um 8 milljarða

Í skattatillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskatturinn muni gefa af sér 8 milljarða kr. tekjur aukalega. Þessu á að ná með hækkun hlutfalla, flutningi milli skattþrepa eða breikkun á skattstofni.

Orku- og auðlindaskattar eiga að skila 5,6 milljörðum

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum eiga orku-auðlinda- og umhverfisskattar að skila ríkissjóði tekjum upp á 5,6 milljarða kr. Þetta kom fram á fundi þeirra Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem nú stendur yfir.

Nýja Kaupþing lokar þremur útibúum á landsbyggðinni

Nýi Kaupþing banki hefur ákveðið að loka þremur útibúum á landsbyggðinni og sameina þau öðrum. Þetta eru útibúin á Akranesi sem sameinað verður Mosfellsútibúi, í Reykjanesbæ sem sameinað verður Hafnarfirði og á Hofsósi sem sameinað verður Sauðárkróksútibúinu.

Þórólfur Árnason hættur hjá Skýrr

Þórólfur Árnason lét af störfum sem forstjóri Skýrr um leið og tilkynnt var um sameiningu Skýrr, Eskils, Landsteina Strengur og Kögunnar í hádeginu í dag.

Skýrr, Eskill, LS og Kögun sameinast í eitt fyrirtæki

Eskill, Kögun, Landsteinar Strengur (LS), Kögun og Skýrr hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki, sem mun starfa undir nafni þess síðastnefnda. Gestur G. Gestsson hefur verið ráðinn forstjóri sameinaðs fyrirtækis.

Bankastjórar á neyðarfundi heima hjá Davíð Oddssyni

Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.

Fiskmjölverksmiðja HB Granda í gang eftir langt hlé

Í morgun hófst vinna í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi að nýju eftir langt hlé er farið var að vinna úr afla sem Faxi RE kom með til Akraness um miðnætti sl. Afli skipsins er um 1.400 til 1.500 tonn af síld sem veiddist í Breiðafirði. Von er á meiri síldarafla til Akraness á næstunni.

KPMG endurskipuleggur rekstur Ingvars Helgasonar

Að ráðgjöf Íslandsbanka hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG verið fengið til að endurskipuleggja rekstur Ingvars Helgasonar, sem flytur m.a inn Nissan bifreiðarnar, en bankinn er helsti lánveitandi félagsins.

Kostnaður vegna skilanefndar Landsbankans nam 117 milljónum

Kostnaður Fjármálaeftirlitsins vegna skilanefndar Landsbankans frá bankahruni og fram til loka apríl nemur 117 milljónum króna. Við bankahrunið skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefndir sem tóku yfir rekstur bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.

Hægir á samdrættinum í innlendri veltu

Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum var 8% minni að raunvirði á tímabilinu júlí til ágúst síðastliðinn samanborið við sama tímabil í fyrra. Að nafnvirði var samdrátturinn tæplega 1%. Heldur er að draga úr samdrættinum í hagkerfinu á þennan mælikvarða en til samanburðar mældist hann 16% að raunvirði og 7% að nafnvirði á tímabilinu maí til júní samanborið við sama tímabil í fyrra.

Saga Investments borgar 1,7 milljarð fyrir deCODE

Saga Investments mun borga a.m.k. 14 milljónir dollara, eða um 1,7 milljarð kr., fyrir deCODE. Þar að auki mun Saga Investments láta deCODE í té hlutabréf í B-flokki (junior stock) að upphæð 7,2 milljónir dollara eða tæplega 900 milljónir kr.

Sjá næstu 50 fréttir