Viðskipti innlent

Enn frost á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13. nóvember til og með 19. nóvember 2009 var 47. Þar af voru 33 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.197 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár ríkisins. Þar segir að á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 56 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 118 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar voru 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 69 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,1 milljón króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×