Fleiri fréttir Fasteignamat á Akranesi hækkar Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akranesi hækkaði um 13,6 prósent samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins. Bæjarstjórn Akraness fór fram á endurmatið. Fasteignamat eigna á Akranesi nú er 77 prósent af meðalfasteignamati samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu. 30.9.2007 15:42 Stærri einkaflugvél fyrir góðan rekstur Breska blaðið Telegraph segir að Baugur hafi verðlaunað forstjóra Iceland, frystivöruverslunarinnar í Bretlandi sem er í eigu Baugs, með því að leyfa honum að kaupa stærri einkaflugvél. 30.9.2007 10:36 Sigurður Svavarsson hættir hjá Eddu Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar Edda pg JPV hyggjast sameinast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eddu. 28.9.2007 14:52 Launakostnaður hærri á Íslandi en í öllum evruríkjum Launakostnaður á Íslandi er hærri en í öllum evruríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. 28.9.2007 12:42 Úrvalsvísitalan hækkar í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,03 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í morgun. Mestu viðskiptin hafa verið með bréf í FL Group og Landsbankanum. 28.9.2007 10:18 Hlutabréf í AMR hækkuðu í kjölfar bréfs Hannesar Hlutabréf í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, hækkuðu um 25 sent eða 1,1 prósent í gær eftir að fréttir bárust af því að Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefði sent stjórnendum AMR bréf og farið fram á það að gripið yrði til aðgerða til að laga rekstur fyrirtækisins. 28.9.2007 09:52 Tölvuleikirnir teknir í tollinum Miðnæturopnunin í BT gekk ekki að öllu leyti vel og er tollinum á Keflavíkurflugvelli þar helst um að kenna. Innkaupastjóri BT hafði farið til London fyrr um daginn til að sækja tæplega sjötíu eintök af sérútgáfu leiksins (e. limited edition), sem ekki tókst að senda með pósti til Íslands í tæka tíð. Leikina átti að selja um leið og innkaupastjórinn kæmi í hús, enda margir búnir að panta eintak. Það fór ekki betur en svo að maðurinn var stöðvaður í tollinum og leikirnir gerðir upptækir. 28.9.2007 08:00 FL Group þrýstir á breytingar hjá AMR Hlutur FL Group í AMR er kominn í 9,14 prósent. Í tilkynningu frá félaginu er þrýst á um breytingar til að auka virði AMR. Gengi bréfa AMR hefur lækkað um 47 prósent frá því í janúar. FL Group kennir meðal annars um slælegri upplýsingagjöf. 28.9.2007 06:00 Exista græddi 8 milljarða á sænskum bankaslag Áform SEB bankans sænska um að kaupa 20% hlut sænska ríkisins í Nordea leiddi til þess að Sampo Group í Finnlandi hækkaði um fjögur prósent í dag og skilaði sú hækkun sér til Íslands. Hlutur Exista í Sampo hækkaði um 8,3 milljarða króna að markaðsvirði og hækkaði félagið um 1,89% í Kauphöllinni. Þess ber þó að geta að Exista færir hlut sinn í Sampo með hlutdeildaraðferð 27.9.2007 17:59 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 stigin í dag en hún hækkaði um 0,43% eftir daginn og náði 8.005 stigum. Markaðurinn var fremur rólegur, mest hækkun var hjá Century Aluminium eða um 5,4% og gengið styrktist um tæp 0,4%. 27.9.2007 16:56 Hannesi Smárasyni líkt við „flugdólg“ Hannes Smárason forstjóri FL Group þrýstir á AMR móðurfélag American Airlines að auka verðmæti félagsins sem fallið hefur um 50 prósent frá því í byrjun árs. Í bréfi sem hann sendi AMR og birt er á vefsíðu Wall Street Journal í dag segir hann möguleikana meðal annars liggja í að aðskilja vildarklúbb félagsins AAdvantage frá AMR. 27.9.2007 16:19 Samþykkt að breyta Sparisjóði Svarfdæla í hlutafélag Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarfdæla í gærkvöld að breyta sjóðnum í hlutafélag. Af 120 stofnfjáreigendum greiddu 102 atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti eftir því sem segir í tilkynningu. 27.9.2007 11:36 Telja hægt að auka virði AMR um 250 milljarða FL Group telur að hægt að auka virði AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, um 250 milljarða króna, meðal annars með því að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri þess. 27.9.2007 10:53 Færeyingar á botninum Færeyski bankinn Foryo Banki hefur lækkað mest í verði í kauphöllinni frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði það sem af er degi. 27.9.2007 10:26 Stofna prentkeðju á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Íslenska félagið Kvos, sem meðal annars á Prentsmiðju Odda og Gutenberg, hefur gert sérleyfissamning við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. 27.9.2007 09:22 Peningaskápurinn ... FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum. 27.9.2007 00:01 Sækir um leyfi fyrir 3G-senda Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. 27.9.2007 00:01 Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi. 26.9.2007 20:30 FL Group eykur hlut sinn í Commerzbank um eitt prósent FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG um rúmt prósent. Félagið á nú í 4,25 prósent í félaginu en átti fyrir 3,24 prósent. 26.9.2007 15:14 Eimskip fær fjórða nýja frystiskipið á tveimur árum Eimskip í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi sem er það fjórða sem félagið tekur við á innan við tveimur árum. 26.9.2007 14:07 Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum. 26.9.2007 11:05 Halldór frá Actavis til FL Group Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. 26.9.2007 10:37 Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf. 25.9.2007 15:47 Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. 25.9.2007 11:39 Samþykkt að auka hlutafé vegna kaupa á Tryggingamiðstöðinni Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að heimila stjórn félagsins að gefa út nýja hluti í félaginu upp á ríflega 1,3 milljarða króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni. 25.9.2007 11:38 Fær fyrstur norrænna banka starfsleyfi í Dubai Kaupþing hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai og verður þar með fyrsti norræni bankinn til þess að fá starfsleyfi í þessu umdæmi eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 25.9.2007 11:22 Baugur eykur hlut sinn í Debenhams Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. 24.9.2007 17:10 Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. 24.9.2007 15:48 Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar. 24.9.2007 14:58 Hætta við þráðlaus borgarnet Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna. 24.9.2007 14:03 Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. 24.9.2007 10:26 Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað. 23.9.2007 12:32 Nýr forstjóri hjá Securitas Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. 22.9.2007 17:28 Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. 21.9.2007 15:43 Dótturfélag Glitnis kaupir norskt fjármálaráðgjafarfélag BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlut sinn í norska félaginu Norsk Privatøkonomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. Þá hafa félögin samið um það BN eignist 97 prósent hlutafjár í byrjun árs 2009. 21.9.2007 15:10 Útlit fyrir að dísilolía verði dýrari en bensín Útlit er fyrir að disilolía verði innan tíða talsvert dýrari en bensín, samkvæmt verðþróun á heimsmarkaði. 21.9.2007 12:45 Kjalar fær fulltrúa í stjórn HB Granda Fulltrúi HB Granda í stjórn fyrirtækisins víkur fyrir manni Kjalar ehf sem er í eigu Ólafs Ólafssonar hjá Samskipum og á þriðjung í fyrirtækinu. Stjórn HB Granda er að öðru leiti óbreytt, en Kjalar hefur ekki haft fulltrúa í stjórn fyrr en nú. 21.9.2007 11:46 Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag. 21.9.2007 11:04 Þorsteinn Örn ráðinn forstjóri NTH Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. sem meðal annars á flugfélögin Sterling og Iceland Express. 21.9.2007 10:38 Verður næststærsta Kauphöll heims Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands. 21.9.2007 09:01 Vonbrigði Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. 21.9.2007 09:01 Metgjalddagi hafði lítil áhrif á gengi Krónubréf að nafnvirði sextíu milljarðar króna féllu á gjalddaga í gær. Þetta var stærsti einstaki krónubréfagjalddagi frá því að útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005. 21.9.2007 09:01 Glitnir gefur út skuldabréf fyrir 63 milljarða króna Glitnir banki hefur lokið við útgáfu skuldabréfa fyrir einn milljarð bandaríkjadala eða um 63 milljarða íslenskra króna. Bankinn ákvað að auka upphæðina um rúmlega 30 milljarða króna vegna mikillar eftirspurnar. 20.9.2007 21:55 Íbúðaverð í hámarki Nokkuð dró úr hækkunum á íbúðaverði í síðastliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Að mati Greiningardeildar Kaupþings banka bendir margt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki. Spáð er minnkandi umsvifum á fasteignamarkaði og minni eftirspurn. 20.9.2007 17:50 Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group. 20.9.2007 15:38 Sjá næstu 50 fréttir
Fasteignamat á Akranesi hækkar Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akranesi hækkaði um 13,6 prósent samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins. Bæjarstjórn Akraness fór fram á endurmatið. Fasteignamat eigna á Akranesi nú er 77 prósent af meðalfasteignamati samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu. 30.9.2007 15:42
Stærri einkaflugvél fyrir góðan rekstur Breska blaðið Telegraph segir að Baugur hafi verðlaunað forstjóra Iceland, frystivöruverslunarinnar í Bretlandi sem er í eigu Baugs, með því að leyfa honum að kaupa stærri einkaflugvél. 30.9.2007 10:36
Sigurður Svavarsson hættir hjá Eddu Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar Edda pg JPV hyggjast sameinast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eddu. 28.9.2007 14:52
Launakostnaður hærri á Íslandi en í öllum evruríkjum Launakostnaður á Íslandi er hærri en í öllum evruríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. 28.9.2007 12:42
Úrvalsvísitalan hækkar í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,03 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í morgun. Mestu viðskiptin hafa verið með bréf í FL Group og Landsbankanum. 28.9.2007 10:18
Hlutabréf í AMR hækkuðu í kjölfar bréfs Hannesar Hlutabréf í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, hækkuðu um 25 sent eða 1,1 prósent í gær eftir að fréttir bárust af því að Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefði sent stjórnendum AMR bréf og farið fram á það að gripið yrði til aðgerða til að laga rekstur fyrirtækisins. 28.9.2007 09:52
Tölvuleikirnir teknir í tollinum Miðnæturopnunin í BT gekk ekki að öllu leyti vel og er tollinum á Keflavíkurflugvelli þar helst um að kenna. Innkaupastjóri BT hafði farið til London fyrr um daginn til að sækja tæplega sjötíu eintök af sérútgáfu leiksins (e. limited edition), sem ekki tókst að senda með pósti til Íslands í tæka tíð. Leikina átti að selja um leið og innkaupastjórinn kæmi í hús, enda margir búnir að panta eintak. Það fór ekki betur en svo að maðurinn var stöðvaður í tollinum og leikirnir gerðir upptækir. 28.9.2007 08:00
FL Group þrýstir á breytingar hjá AMR Hlutur FL Group í AMR er kominn í 9,14 prósent. Í tilkynningu frá félaginu er þrýst á um breytingar til að auka virði AMR. Gengi bréfa AMR hefur lækkað um 47 prósent frá því í janúar. FL Group kennir meðal annars um slælegri upplýsingagjöf. 28.9.2007 06:00
Exista græddi 8 milljarða á sænskum bankaslag Áform SEB bankans sænska um að kaupa 20% hlut sænska ríkisins í Nordea leiddi til þess að Sampo Group í Finnlandi hækkaði um fjögur prósent í dag og skilaði sú hækkun sér til Íslands. Hlutur Exista í Sampo hækkaði um 8,3 milljarða króna að markaðsvirði og hækkaði félagið um 1,89% í Kauphöllinni. Þess ber þó að geta að Exista færir hlut sinn í Sampo með hlutdeildaraðferð 27.9.2007 17:59
Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 Úrvalsvísitalan skreið yfir 8.000 stigin í dag en hún hækkaði um 0,43% eftir daginn og náði 8.005 stigum. Markaðurinn var fremur rólegur, mest hækkun var hjá Century Aluminium eða um 5,4% og gengið styrktist um tæp 0,4%. 27.9.2007 16:56
Hannesi Smárasyni líkt við „flugdólg“ Hannes Smárason forstjóri FL Group þrýstir á AMR móðurfélag American Airlines að auka verðmæti félagsins sem fallið hefur um 50 prósent frá því í byrjun árs. Í bréfi sem hann sendi AMR og birt er á vefsíðu Wall Street Journal í dag segir hann möguleikana meðal annars liggja í að aðskilja vildarklúbb félagsins AAdvantage frá AMR. 27.9.2007 16:19
Samþykkt að breyta Sparisjóði Svarfdæla í hlutafélag Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarfdæla í gærkvöld að breyta sjóðnum í hlutafélag. Af 120 stofnfjáreigendum greiddu 102 atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti eftir því sem segir í tilkynningu. 27.9.2007 11:36
Telja hægt að auka virði AMR um 250 milljarða FL Group telur að hægt að auka virði AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, um 250 milljarða króna, meðal annars með því að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri þess. 27.9.2007 10:53
Færeyingar á botninum Færeyski bankinn Foryo Banki hefur lækkað mest í verði í kauphöllinni frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði það sem af er degi. 27.9.2007 10:26
Stofna prentkeðju á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Íslenska félagið Kvos, sem meðal annars á Prentsmiðju Odda og Gutenberg, hefur gert sérleyfissamning við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. 27.9.2007 09:22
Peningaskápurinn ... FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum. 27.9.2007 00:01
Sækir um leyfi fyrir 3G-senda Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. 27.9.2007 00:01
Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi. 26.9.2007 20:30
FL Group eykur hlut sinn í Commerzbank um eitt prósent FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG um rúmt prósent. Félagið á nú í 4,25 prósent í félaginu en átti fyrir 3,24 prósent. 26.9.2007 15:14
Eimskip fær fjórða nýja frystiskipið á tveimur árum Eimskip í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi sem er það fjórða sem félagið tekur við á innan við tveimur árum. 26.9.2007 14:07
Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum. 26.9.2007 11:05
Halldór frá Actavis til FL Group Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. 26.9.2007 10:37
Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf. 25.9.2007 15:47
Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. 25.9.2007 11:39
Samþykkt að auka hlutafé vegna kaupa á Tryggingamiðstöðinni Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að heimila stjórn félagsins að gefa út nýja hluti í félaginu upp á ríflega 1,3 milljarða króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni. 25.9.2007 11:38
Fær fyrstur norrænna banka starfsleyfi í Dubai Kaupþing hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai og verður þar með fyrsti norræni bankinn til þess að fá starfsleyfi í þessu umdæmi eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 25.9.2007 11:22
Baugur eykur hlut sinn í Debenhams Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. 24.9.2007 17:10
Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. 24.9.2007 15:48
Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar. 24.9.2007 14:58
Hætta við þráðlaus borgarnet Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna. 24.9.2007 14:03
Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. 24.9.2007 10:26
Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað. 23.9.2007 12:32
Nýr forstjóri hjá Securitas Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. 22.9.2007 17:28
Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. 21.9.2007 15:43
Dótturfélag Glitnis kaupir norskt fjármálaráðgjafarfélag BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlut sinn í norska félaginu Norsk Privatøkonomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. Þá hafa félögin samið um það BN eignist 97 prósent hlutafjár í byrjun árs 2009. 21.9.2007 15:10
Útlit fyrir að dísilolía verði dýrari en bensín Útlit er fyrir að disilolía verði innan tíða talsvert dýrari en bensín, samkvæmt verðþróun á heimsmarkaði. 21.9.2007 12:45
Kjalar fær fulltrúa í stjórn HB Granda Fulltrúi HB Granda í stjórn fyrirtækisins víkur fyrir manni Kjalar ehf sem er í eigu Ólafs Ólafssonar hjá Samskipum og á þriðjung í fyrirtækinu. Stjórn HB Granda er að öðru leiti óbreytt, en Kjalar hefur ekki haft fulltrúa í stjórn fyrr en nú. 21.9.2007 11:46
Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag. 21.9.2007 11:04
Þorsteinn Örn ráðinn forstjóri NTH Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. sem meðal annars á flugfélögin Sterling og Iceland Express. 21.9.2007 10:38
Verður næststærsta Kauphöll heims Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands. 21.9.2007 09:01
Vonbrigði Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. 21.9.2007 09:01
Metgjalddagi hafði lítil áhrif á gengi Krónubréf að nafnvirði sextíu milljarðar króna féllu á gjalddaga í gær. Þetta var stærsti einstaki krónubréfagjalddagi frá því að útgáfa þeirra hófst í ágúst 2005. 21.9.2007 09:01
Glitnir gefur út skuldabréf fyrir 63 milljarða króna Glitnir banki hefur lokið við útgáfu skuldabréfa fyrir einn milljarð bandaríkjadala eða um 63 milljarða íslenskra króna. Bankinn ákvað að auka upphæðina um rúmlega 30 milljarða króna vegna mikillar eftirspurnar. 20.9.2007 21:55
Íbúðaverð í hámarki Nokkuð dró úr hækkunum á íbúðaverði í síðastliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Að mati Greiningardeildar Kaupþings banka bendir margt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki. Spáð er minnkandi umsvifum á fasteignamarkaði og minni eftirspurn. 20.9.2007 17:50
Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group. 20.9.2007 15:38