Viðskipti innlent

Sigurður Svavarsson hættir hjá Eddu

Sigurður Svavarsson hefur lengið komið að bókaútgáfu hér á landi.
Sigurður Svavarsson hefur lengið komið að bókaútgáfu hér á landi. MYND/Stefán

Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar Edda pg JPV hyggjast sameinast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eddu.

Sigurður hefur unnið hjá Máli og menningu eða Eddu í yfir 20 ár og gengt þar lykilstörfum, meðal annars sem aðalútgáfustjóri Eddu. Segir í tilkynningunni að stjórnendur Forlagsins, hins nýja sameinaða félags, hefðu kosið að njóta starfskrafta Sigurðar áfram en virði ákvörðun hans. Þakka þeir honum ómetanlegt framlag hans og vona að Sigurður nýti krafta sína og reynslu áfram íslenskri bókaútgáfu til framdráttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×