Viðskipti innlent

Dótturfélag Glitnis kaupir norskt fjármálaráðgjafarfélag

Tor Lægreid og Johan Solbu Braaten, fráfarandi og verðandi framkvæmdastjórar norska fyrirtækisins, með nýjar höfuðstöðvar Glitnis í Osló í baksýn. Byggingarframkvæmdir standa yfir.
Tor Lægreid og Johan Solbu Braaten, fráfarandi og verðandi framkvæmdastjórar norska fyrirtækisins, með nýjar höfuðstöðvar Glitnis í Osló í baksýn. Byggingarframkvæmdir standa yfir. MYND/Glitnir

BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlut sinn í norska félaginu Norsk Privatøkonomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. Þá hafa félögin samið um það BN eignist 97 prósent hlutafjár í byrjun árs 2009.

Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatøkonomi, verður breytt í Glitnir Privatøkonomi síðar í haust. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni er Norsk Privatøkonomi fjármálarágjafarfyrirtæki sem var stofnað í fyrra með samruna 14 lítilla fyrirtækja. Hjá því starfa 115 manns í 16 starfsstöðvum í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×