Viðskipti innlent

Þorsteinn Örn ráðinn forstjóri NTH

Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. sem meðal annars á flugfélögin Sterling og Iceland Express. Samtímis mun hann taka við stjórnarformennsku í flutgélögunu tveimur.

Fram kemur í tilkynningu frá NTH að Þorsetinn hafi unnið hjá FL Group undanfarin þrjú ár og hefur frá byrjun árs 2006 gengt starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.

NTH er í eigu Fons, FL Group og Sunda og var stofnað í upphafi þessa árs. Alls starfa um 2.200 manns hjá félaginu sem leggur megináherslu á flugfélög og annan ferðatengdan rekstur innan Skandinavíu og Evrópu.

Auk þess að eiga Sterling og Iceland Express á félagið skandinavísku ferðaskrifstofuna Hekla Travel, rúmlega helming í breska flugfélaginu Astreus og tæplega þriðjungshlut í ferðaskrifstofunni Ticket í Svíþjóð.

Alls ráða félögin yfir 40 flugvélum og flytja samtals rúmlega 7 milljónir farþega. Heildarvelta dóttur- og hlutdeildarfélaga NTH er um 100 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×