Fleiri fréttir

Stofnfjáraðilar í SPK samþykkja samruna

Á stofnfjáraðilafundi Sparisjóðs Kópavogs í gær var samruni sjóðsins við Byr einróma samþykktur. Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður í SPK segir að stjórninni þyki mjög vænt um að fá svo einlægan og skýran stuðning við samrunatillöguna.

Spáir 2,6% hagvexti

Hagvöxtur í ár verður 2,6% að mati greiningar Glitnis. Það er nokkru minni vöxtur en verið hefur á undanförnum árum og nægjanlega hægur til að ná hagkerfinu að hluta niður úr því þensluástandi sem það er í.

Hækkanahrina í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent.

Velta Eimskips tvöfaldast

Rekstrartekjur Eimskips meira en tvöfölduðust milli ára á þriðja ársfjórðungi en þær námu 387 milljónum evra eða 35 milljörðum króna samanborið við 180 milljónir evra eða 16 milljarða á sama tíma árið 2006. Rekstrargjöld námu 377 milljónum evra eða 34 milljörðum samanborið við 179 milljónir evra eða 16 milljarða árið áður.

Baugur að taka yfir Debenhams?

Breskir fjármálasérfræðingar telja töluverðar líkur á því að Baugur Group muni gera yfirtökutilboð í Debenhams eftir áramótin. Baugur jók hlut sinn í verslunarkeðjunni um 1,5% í síðustu viku og á nú 12,5% af hlutaféinu. Timesonline greinir frá þessu í dag.

Flókin staða á fjármálamörkuðum heimsins

Aðstæður á fjármálamörkuðum eru jafnvel enn erfiðari og flóknari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, að því er fram kom í opnunarávarpi Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, þegar hagspá bankans fyrir árin 2008 til 2010 var kynnt. Yfirskrift hagspárinnar er „Í skugga lausafjárkreppu“.

Straumur frestar evruskráningu

Straumur-Burðarás mun ekki skrá hlutafé sitt í evrum frá og með 20. september næstkomandi eins og til stóð. Seðlabanki Íslands gerði athugasemdir við fyrirhugaða tilhögun á verðbréfauppgjöri og því verður skráningunni frestað um sinn.

Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi

Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen.

Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum

Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs.

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lokun Kauphallarinnar í dag. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en fjárfestar þykja stíga varlega til jarðar áður en greint verður frá því hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum um fimmleytið. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um rúm fjögur prósent. Gengi landa Færeyinganna í Föroya banka lækkaði á móti mest, eða um 3,23 prósent.

Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands

Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley.

Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.

Microsoft verðlaunar Maritech

Microsoft hefur veitt Maritech verðlaun sem samstarfsaðila ársins í viðskiptalausnum fjárhagsárið 2007. Þessi verðlaun eru veitt þeim samstarfsaðila sem nær mestri sölu í viðskiptalausnum Microsoft á hverjum tíma.

Bankarnir rétta úr kútnum

Bankar og fjármálafyrirtæki hafa rétt aðeins úr kútnum í kauphöllinni er viðskipti hófust í morgun. Eins og kunnugt er af fréttum lækkaði hlutafé í þessum félögum umtalsvert í gærdag. Bæði Landsbankinn og Straumur-Burðarás hafa hækkað um rúm 2% eftir opnun kauphallarinnar.

Bankakrísan nær hingað

Kim Bergö greinir hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að viðvarandi vandræði á breska bankamarkaðinum muni hafa áhrif á markaðinn á Norðurlöndunum þar á meðal á íslandi. Ingólfur Bender hjá greiningu Glitnis segir í samtali við Vísi að bankar og fjármálafyrirtæki hér hafi orðið fyrir barðinu á þessu ástandi eins og sást á tölum í kauphöllinni í gær.

Gjaldmiðillinn er stærsta málið

Stærsta einstaka ákvörð­un sem stjórnvöld standa frammi fyrir varðar framtíð krón­unnar, að því er fram kom í máli Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskipta­ráðs, í níutíu ára afmæli samtak­anna.

Úrvalsvísitalan lækkar um 2,42 prósent

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,42 prósent í dag en mest lækkuðu hlutabréf í bönkum og fjárfestingarfélögum. Hlutabréf í Exista hf. lækkuðu mest eða um 3,84 prósent og þá lækkuðu hlutabréf í Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka um 3,41 prósent.

Fall hjá erlendum fagfjárfestum

Hinir margrómuðu en ónefndu erlendu fjárfestar sem keyptu bréf í Straumi-Burðarás hafa tapað á viðskiptum með bréfin eins og staðan er í dag. Gengi bréfanna er nú 18,5 en kaupgengið var 18,6, sem nemur lækkun um hálft prósent.

Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag.

Bankar í rauðu í kauphöllinni

Frá opnun kauphallarinnar í morgun hafa bankar og fjármálafyrirtæki fallið nokkuð í verði. Exista hefur fallið mest eða um 3,67%, Kaupþing banki um tæp 3% og Straumur-Burðarás um 2,89%.

FL Group á nú 83,7% í TM

FL Group hf. hefur náð samningum við Glitni banka hf., Hnotskurn ehf. og Samherja hf. um kaup á öllum hlutum þeirra í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) en um er að ræða 46,2% eignarhlut. Seljendur fá í sinn hlut 973.673.140 hluti í FL Group á genginu 24,3. FL Group átti fyrir kaupin 37,6% hlutafjár í TM og á því eftir kaupin 83,7%.

Candover dregur tilboð í Stork til baka

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram.

Síminn verður að selja almenningi þriðjung

Síminn kemst ekki undan því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu, segir Jón Sveinsson, fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar, það sé hins vegar undir fjármálaráðuneytinu komið hvort það heimili Símanum að fresta sölunni.

Fellir niður seðilgjald til að mæta kröfum neytenda

Innheimtufyrirtækið Veita hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld til að mæta kröfum neytenda. Hávær umræða hefur verið undanfarið um seðilgjöld fyrirtækja og banka og ýmsir skorið úr um að innheimta þeirra sé ólögleg.

Ekkert lát á neyslugleði landsmanna

Kortavelta hefur aukist um 12 prósent á milli ára að raunvirði miðað við þriggja mánaða meðaltal. Þetta sýnir að einkaneysla er enn mikil hér á landi.

Hluthafar Storebrand sagðir styðja kaup á SPP

Fulltrúar hluthafa í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand eru sagðir styðja kaup félagsins á sænska tryggingafélagið SPP, líftryggingahluta Handelsbanken. Skrifað var undir yfirlýsingu um kaupin í byrjun mánaðar. Líklegt þykir að Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Storebrand, sé fylgjandi kaupunum.

Peningaskápurinn ...

Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni.

Flestar tölur rauðar í dag

Flestar tölur voru rauðar í Kauphöllinni í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um tæpt 1,5%. Þá veiktist gengi krónunnar um rúmt 1% og er gengisvísitalan nú í rúmum 120 stigum. Mesta lækkunin varð á FL Group eða tæp 3%.

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag en það er í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð eftir að breska fasteignalánafyrirtækið greindi frá því að það hefði nýtt sér lánaheimild Englandsbanka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og stendur í 7.772. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 2,99 prósent.

Loftleiðir semja við Air Niugini

Flugvél frá Loftleiðum Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, mun flljúga áætlunarflug frá Port Moresby til Nadí á Fíjíeyjum á næsta ári. Loftleiðir Icelandic og ríkisflugfélagið Air Niugini gengu nýverið frá samkomulagi þessa efnis.

Gengi fjármálafyrirtækja lækkar

Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365.

Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu

Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.

Ólafur krækti í Goldman Sachs

Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingar­bankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy.

Mikill áhugi fyrir hlutafjárútboði Enex

Íslenska félagið Enex, sem stendur fyrir útrás á sviði jarðvarma, hefði getað aukið hlutafé sitt um fjórum sinnum hærri upphæð en raunin varð í hlutafjárútboði sem lauk fyrr í mánuðinum. Fram kemur í tilkynningu frá Enex að félagið hafi safnað tveimur milljörðum króna í útboðinu og var mikill áhugi fyrir því.

Færeyingar leiddu hækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni í dag. Hækkunin nemur 0,25 prósentustigum og endaði hún í 7.889 stigum. Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni, eða um 3,20 prósent. Landar færeyinganna í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir. Gengi bréfa í Eik banka hækkaði sömuleiðis, en nokkru minna.

Icelandair semur við Rolls-Royce

Breski vélaframleiðandinn og þjónustufyrirtækið Rolls-Royce greindi frá því í dag að það hefði gert þjónustusamning við Icelandair til næstu fimm ára um endurnýjun og viðhald á flugvélum fyrirtækisins. Virði samningsins nemur 100 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 6,4 milljarða króna.

Kortaveltumet í ágúst

Kortavelta var aldrei meiri en í síðasta mánuði en þá nam hún 25,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Greiningardeild Glitnis segir mikinn vöxt hafa hlaupið í einkaneyslu og stefni í að hún verði myndarlegum á þessum þriðja fjórðungi.

Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs

Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði.

Höskuldur nýr forstjóri Nýsis

Höskuldur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hefur verið ráðinn forstjóri Nýsis frá 1. desember. Á sama tíma lætur Sigfús Jónsson af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins en hann hefur verið framkvæmdastjóri þess síðast liðin 10 ár.

Peningaskápurinn ...

Viðskiptaráð, en svo nefnist félag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur í hádeginu í dag fyrir forvitnilegu þingi. Þangað kemur að norðan til að halda erindi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans nýja, Saga Capital.

Ólafur Jóhann Ólafsson til liðs við Geysi Green Energy

Viðræður um að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Time Warner gangi til liðs við Geysi Green Energy eru á lokastigi. Samanlögð fjárfesting hinna nýju hluthafa munu jafngilda um 8,5% af hlutafé Geysis Green Energy.

Risasamningur Glitnis við Vodafone

Einn stærsti fjarskiptasamningur síðari ára var undirritaður á mánudag þegar forstjóri Glitnis og forstjóri Vodafone á Íslandi undirrituðu samkomulag um kaup Glitnis á fjarskiptaþjónustu frá Vodafone næstu 5 árin. Samningurinn nær til talsíma- og farsímaþjónustu við Glitni, bæði innanlands og erlendis, auk ADSL nettenginga fyrir starfsmenn Glitnis.

Hlutabréf lækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir