Viðskipti innlent

Launakostnaður hærri á Íslandi en í öllum evruríkjum

Launakostnaður er mun hærri á Íslandi en í evruríkjum
Launakostnaður er mun hærri á Íslandi en í evruríkjum
Launakostnaður á Íslandi er hærri en í öllum evruríkjunum þegar horft er til almenna vinnumarkaðarins. Munurinn mælist 30% á 2. ársfjórðungi 2007 en árið 2004 var munurinn 13%. Launakostnaður á Íslandi hefur hækkað um 26,1% í evrum reiknað á þessu tímabili samanborið við 9,9% hækkun í evruríkjunum.

Launakostnaður hefur því hækkað tæplega 15% meira á Íslandi en í evruríkjunum. Mestu munar í byggingarstarfsemi þar sem launakostnaður er 66% hærri á Íslandi en þar á eftir koma samgöngur með 29% hærri kostnað. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð SA um launakostnað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×